Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Jóhannes Björn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðstandendur Jóhannesar gáfu Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta andlátstilkynninguna.

Jóhannes Björn Ludviksson (30.11.1949-13.03.2022), rithöfundur og samfélagsrýnir, varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York, að morgni sunnudagsins 13.mars. Foreldrar hans voru Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði og Lúðvík Eggertsson fasteignasali frá Klukkulandi í Dýrafirði. Þau skildu þegar Jóhannes Björn var barn að aldri og ólst hann upp hjá móður á meðal fimm systkina og uppeldissystur að Hverfisgötu 32, í miðborg Reykjavíkur.

Jóhannes Björn eignaðist soninn Róbert með Þóru Ásbjörnsdóttur. Róbert bjó hluta æsku- og unglingsára sinna hjá föður sínum og eftirlifandi eiginkonu hans, Beth Sue Rose, í New York.

Jóhannes Björn heillaðist af list skákborðsins ungur að árum og varð Reykjavíkurmeistari, 16 ára gamall. Hann var einn efnilegasti skákmaður sinnar kynslóðar og tefldi á Evrópumóti unglinga í Amsterdam árið 1969. Jóhannes Björn lét til sín taka af miklum krafti á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum allt til dánardægurs, en bók hans “Falið vald” hefur verið lýst sem “einni umtöluðustu þjóðmálarýni seinni áratuga”.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -