Í gær sögðum við frá því á Mannlífi að leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson myndi leika á næstunni á móti Mark Wahlberg. Nýlega lék Jóhannes Haukur í dramamyndinni The Good Liar á móti Ian McKellen og Helen Mirren.
Sjá einnig: Jóhannes Haukur leikur á móti Mark Wahlberg: „Minns að fara að leika í mynd í úglöndum“
McKellen deilir tíðindum um væntanlegt hlutverk Jóhannesar Hauks á síðu sinni og hafa nokkrir skrifað athugasemdir við færslu hans og lýst yfir skoðunum sínum í garð Jóhanneser Hauks. Virðast margir ekki halda vatni yfir leikaranum.
Jóhannes Haukur Jóhannesson is „Vlad“ in THE GOOD LIAR, in cinemas November 15 Jóhannes Haukur Jóhannesson is „Vlad“ in THE GOOD LIAR, in cinemas November 15 https://t.co/b7HvYb66Jj
— Ian McKellen (@IanMcKellen) 11 September 2019
„Hann má Vlada mig eins og hann vill. Hvílík augu,“ skrifar einn þeirra. Annar skrifar: „Þessi Infinite hljómar áhugaverð. Og þessi maður… namm!“
Okkar eigin Felix Bergsson er ekki langorður og hendir einfaldlega í „Omg!!“
Jóhannes Haukur Jóhannesson is „Vlad“ in THE GOOD LIAR, in cinemas November 15 Jóhannes Haukur Jóhannesson is „Vlad“ in THE GOOD LIAR, in cinemas November 15 https://t.co/b7HvYb66Jj
— Ian McKellen (@IanMcKellen) 11 September 2019
Sjálfur er Jóhannes Haukur kampakátur með hrósin: „„Það er verið að hlutgera mig í þræði hjá Ian McKellen á twitter… og ég er að FÍLA ÞAÐ!!!““