Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Jóhannes lögmaður Covid-skipstjórans: „Reyna draga upp myndina góðir á móti vondum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður skipstjórans á frystitogaranum Júlíus Geirmundsson ÍS, hefur neitað að leggja fram skipsdagbók togarans að svo stöddu. Í samtali við Mannlíf segir hann það gert vegna persónuverndarsjónarmiða og að bókin verði ekki afhend nema stéttarfélögin leggi fram umboð skipverjanna um afhending hennar. Fáist samþykkið ekki kemur til greina að afhenda skipsbókina en þá aðeins þegar þeim upplýsingum sem snúa að Covid-veikindum áhafnarinnar hefur verið eytt.

Líkt og Mannlíf greindi frá hefur sjóprófum vegna Covid-túrs frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS hefur verið frestað. Stéttarfélögin sem kærðu útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvör, telja það bæði óeðlilegt og dulafullt af hverju skipsbókin fæst ekki afhend tafarlaust. Bókin sú svipar til hins svokallaða „svarta kassa“ um borð í flugvélum og er lykilgagn þegar kemur að fyrirhuguðu sjóprófi.

Það var Jóhannes sem ekki vildi afhenda bókina nema að uppfylltum áðurnefndum skilyrðum. Það gerir hann fyrir hönd Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra. Aðspurður hvers vegna skjólstæðingur sinn hafi ekki bara viljað afhenda sjóbókina athugasemdalaust segir lögmaðurinn þetta snúast um reglur. „Það er ekki búið að hafna einu eða neinu. Upplýsingar um veikindi eru persónuupplýsingar. Sá sem biður um bókina þarf að vera með heimild til að fá hana. Þeir þurfa bara að koma með þau umboð. Þetta snýst um að fylgja reglum því þarna er verið að biðja um upplýsingar um veikindi einhvers og heimild frá þeim aðila þarf að leggja fram. Hver og einn ræður því hvort upplýsingar um sig séu látnar af hendi til þessara aðila,“ segir Jóhannes.

Aðspurður hvað gerist neiti allir eða einhverjir skipverjanna að heilsufarsupplýsingar þeirra séu afhendar segir Jóhannes það ekki flókið. Hann segir að þá yrði einfaldlega strikað yfir upplýsingar í sjóbókinni. „Þá fá þeir bara einhverjar upplýsingar en aðrar ekki. Þeir geta alltaf fengið dagbókina án upplýsinganna um veikindi einstakra manna, það stendur alltaf til boða og þeir geta fengið það strax. Um leið og umboðin hafa verið afhend þá fá þeir þessar upplýsingar. Við erum að fara eftir settum reglum og það er enginn að tefja neitt eða gera eitthvað sem er óvenjulegt, skrítið eða eitthvað annað. Það að þetta hindri að sjópróf fari fram er náttúrlega ekki rétt, það er verið að reyna draga upp einhverja mynd sem er ekki rétt. Góðir á móti vondum,“ segir Jóhannes.

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá fór frystitogarinn Júlíusi Geirmundssyni í frægan Covid-túr þar sem útlit er fyrir að veikum sjómönnum hafi verið haldið á sjó svo vikum skiptir og neyddir til vinnu. Þá hefur útgerðin orðið uppvís að því að hlýða ekki sóttvarnarlækninum á Vestfirði sem gaf ítrekuð tilmæli þess efnis að togaranum yrði stýrt í land svo áhöfnin kæmist í sýnatökur. Það var ekki gert fyrr en þremur vikur eftir brottför. Á endanum tóku stéttarfélög skipverja sig saman og kærði skipstjórann og útgerðina til lögreglu. Nú berjast félögin fyrir því að fá skipsdagbókina afhenda og kemur það til kasta dómstóla að skera þar úr.

Sveinn Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, hefur undanfarið verið einn í skotlínunni vegna mistakanna sem leiddu til þess að áhöfn hans veiktist af Covid 19 og þurfti að berjast við sjúkdóminn á hafi úti svo vikum skiptir. Stjórn útgerðarinnar lýsti fullu trausti til Einars Vals Kristjánssonar framkvæmdastjóra sem beðið hefur áhöfnina afsökunar á framferðínu gegn þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -