„Að okkar mati væri það afar vont og til þess fallið að bera skugga á það ef það kemur í ljós að einhverjir aðilar hafi misnotað þessa leið“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en nú er reynsla að fást af lögum um greiðsluskjól sem samþykkt voru í fyrra og ætluð til að hjálpa félögum og fyrirtækjum í erfiðri stöðu að komast í gegnum Covid heimsfaraldurinn.
Greiðsluskjólið gildir í eitt ár og því eru fyrstu félögin og fyrirtækin sem nýttu sér kærkomið og þakklátt greiðsluskjólið að „losna“ úr því og þurfa þá að ná samningum við kröfuhafa.
Jóhannes segir að samtökin geti eðlilega ekki tjáð sig um einstök mál en að það sé alveg kýrskýrt og deginum ljósara að almenn afstaða samtakanna varðandi kennitöluflakk, óheiðarlegum og ólögmætum viðskiptaháttum, enda hafi þau lagt til að tekið verði upp skilvirkara eftirlit og styðja í einu og öllu aðgerðir þær sem stjórnvöld, í samstarfi við ASÍ og atvinnulífið, hafi lagt til í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slíkt.
„Við lítum svo á að greiðsluskjólið hafi reynst afar vel og verið mikilvæg viðbót til að taka á þessum tímabundna vanda,“ segir Jóhannes og heldur áfram:
„Að okkar mati væri það vont og til þess fallið að bera skugga á það ef það kemur í ljós að einhverjir aðilar hafi misnotað þessa leið. Ég vona að það séu litlar líkur á að slíkt komi upp úr dúrnum.“
Samkvæmt lögum um greiðsluskjól er hægt að fá frest af kröfum í þrjú ár, en hins vegar eru heimildir skiptastjóra til að krefjast riftunar krafna – fari félag í þrot að skjóli loknu – ná ekki lengra aftur en tvö ár.
„Það er auðvitað ákveðin hætta þegar ríkið grípur inn í hinn almenna gang viðskipta, til að mynda vegna áfalla, að það myndist pollar í lögunum,“ og bendir á „að okkar mati er þarna ákveðinn „lapsus“ og betur hefði farið á því hafa samræmi þar á milli. Með því er hægt að loka fyrir að þeir sem á annað borð hafa vilja til að misnota leiðina nýti sér það. En slíkt er eitthvað fyrir pólitíkina og Alþingi að takast á við.“
Heimild: vb.is