Þriðjudagur 29. október, 2024
4.7 C
Reykjavik

Jóhannes vill komast í stjórn Samtakanna 78: „Ég er minna leiðinlegur en margir halda“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er fimmtugur tvíkynhneigður karlmaður sem bý í Hafnarfirði ásamt eiginkonu og tveimur börnum, köttum og kanínu,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þegar hann opnar á framboð sitt í stjórn Samtakanna 78. 

Jóhannes birtir grein sína á vef samtakanna og segist vera óttalegur nölli um allskonar hluti svo sem vísindaskáldskap og fantasíubókmenntir, Júróvisjón, Star Trek/Wars, Superman, tækniþróun og tunglferðir. Fyrir nokkrum misserum sagði hann frá tvíkynhneigð sinni.

„Ég gekk í fyrsta sinn í gleðigöngunni í fyrra með alla fjölskylduna með mér, eftir að hafa fylgst með af hliðarlínunni árum saman. Það er minning sem ég mun lifa á ótrúlega lengi, upplifun sem mér þykir alveg ólýsanlega vænt um og sem keyrði beint inn í hjartað hvað ég hef mikla þörf fyrir að leggja meira af mörkum fyrir hinsegin samfélagið, samfélagið mitt,“ skrifar Jóhannes.

Hann rifjar upp feril sinn sem sagnfræðingur og kennari í tíu ár. Þá starfaði hann svipað lengi í stjórnmálum, sem aðstoðarmaður á Alþingi og í ráðuneytum. Þekktastur var Jóhannes sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um tíma rak hann eigið almannatengslafyrirtæki. Hann slær á létta strengi.

„Þótt störf mín hafi ítrekað otað mér í fjölmiðla að ræða misskemmtilega hluti er ég minna leiðinlegur en margir halda, almennt viðræðugóður og hef gaman af að kynnast nýju fólki,“ skrifar Jóhannes.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -