- Auglýsing -
Grínistinn John Oliver gerir sér mat úr framgöngu Hatara í þættinum Last Week Tonight í gærkvöldi. Hatara segir hann stórkostlegt band og fer nokkuð ítarlega yfir framlagið.
Oliver sýndi stutt myndskeið frá framkomu Hatara á Eurovision. Þá sagði hann framkomu bandsins svar við því „hvað gerist ef englaryki er dreift yfir sýningu Criss Angel.“ Þar gerir hann um leið grín af bandarískum töframanni sem nokkuð þekktu er þar í landi.
John Oliver fjallaði ekki um palestínska fána hljómsveitarinnar en greindi frá því að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur, Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í London.