Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

John Snorri á háskaslóðum K 2: Í erfiðleikum í 6800 metra hæð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkkert hefur heyrst frá John Snorra Sigurjónssyni á fjallinu K 2 síðan í fyrradag. Senditæki hans sýnir að hann sé í um 6000 metra hæð en fjallið er rúmlega 8600 metrar. Hæst hefur hann farið í 6800 metra hæð á undanförnum klukkustundum en er nú 500 metrum neðar á slóðinni sem hann fylgdi upp. Vísbending er um að hann hafi lent í vanda sem er daglegt brauð á fjallinu. Þessa stundina er hann að berjast við að komast niður.

„Ég er enn að bíða eftir fréttum, en ég veit að skilaboðin koma áður en hann leggur af stað á toppinn,“ skrifaði kona hans á Facebook í gær. GPS sendingar sýna að hann hefur verið á ferðinni. Seinustu sendingar sýna hann á niðurleið. Kona hans heyrði frá honum um miðjan dag í gær þar sem hann lýsti því að óveður á fjallinu hefði breytt áformum þeirra og staðan yrði endurmetin í dag.

John Snorri hafði áformað að ná á toppinn núna klukkan 9 í morgun en ljóst er að það tekst ekki. John er einn allra reyndasti fjallgöngumaður landsins og hefur toppað mörg af hæstu fjöllum heims. meðall annars náði hann á topp K 3 að sumarlagi. Langþráður draumur hans var að klífa K3 að vetrarlagi og verða fyrstur til þess. Á síðasti ári varð hann að hverfa frá en reyndi aftur í ár. Sú för hófst fyrir tæpum tveimur mánuðum þegar hann lagði á fjallið ásamt félögum sínum. Annar hópur náði á tindinn í síðustu viku. Þá hafa tveir reyndir fjallgöngumenn farist í fjallinu að undanförnu.

Fjallið er talið eitt það hættulegasta í heimi. Mesti háskinn  stafar af snjóflóðum og hruni sem er sumpart ófyrirsjáanlegt. John Snorri hefur verið duglegur að segja frá ferð sinni á Facebook en ekki hafa borist nýjar fréttir síðan í fyrradag. GPS-sendingar vísa til þess að hann sé á niðurleið  Ekki liggur fyrir hver ástæðan er eða hvort hann er hættur við að klífa  tindinn. um klukkan átta var hann á 1 kílómetra hraða.

„Þetta er alltaf mikil áhætta og þetta fjall er ekki með góða tölfræði. Maður reynir að fara varlega. Við erum þrír saman. Það er einn sem klifrar á undan á meðan er annar sem fylgist með fjallinu. Það sem við erum að lenda mikið í núna er þetta grjóthrun í fjallinu,” segir John Snorri í viðtaali við síðdegisútvarp Rásar 2 í síðustu viku.

Daginn áður hafði lík bandaríska fjallgöngumannsins Alex Goldfrab fundist í hlíðum fjallsins. John Snorri hafði tekið þátt í leit að honum. John Snorri hafði þá vonast til þess að veðurgluggi opnaðist fljótlega til að hægt yrði að reyna við tindinn og horfði hann þá til 22.-23. janúar. Síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir að hann næði toppnum núna klukkan 9 hafa nú brugðist. Verkefni er líklega það stærsta sem íslenskur fjallgöngumaður hefur tekist á við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -