Margt bendir til þess að jökulhlaup sé að hefjast við Mýrdalsjökul.
Aukin rafleiðni hefur verið að mælast í ám umhverfis jökulinn; ekki ólíklegt að jarðhitavatn leki undan jöklinum.
Veðurstofan sendi út í kosmósið tilkynningu í morgun þar sem segir að gasmælar við Láguhvola hafi mælt ansi mikið hækkuð gildi undanfarinn sólarhring, eða svo.
Tilkynningar um brennisteinslykt við ár sem eiga upptök í Mýrdalsjökli hafa borist og segir að rafleiðni í ánni Skálm við veg V412 mælist óvenjuhá. Er fólki ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul.