Starfsmenn á Landspítalanum eru ekki parsáttir með jólagjöfina sem þau fá í ár. Þrúður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, tjáði sig um það á Twitter í gær og sýndi 7000 króna gjafabréfi frá skóbúðinni Skechers sem er jólagjöfin í ár.
„Gleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja, LSH,“ skrifar Þrúður.
gleðilegt ár hjúkrunar + covid 🥰 hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja LSH 🎅🏻🎅🏻🎅🏻 pic.twitter.com/AB3W8wdPsz
— mjög mikilvæg áminning, drekka vatn (@herreguddm) December 11, 2020
Þorbjörg Andrea, lyfjafræðingur á spítalanum, bendir svo réttilega á að gjafabréfið dugi ekki einu sinni fyrir einu pari.
Vinn á LSH og var að sjá núna hvað ég fæ í jólagjöf. Maður skellir sér kannski á eina Skechers haa 🙂 nei afsakið einn skó af Skechers pari því ódýrasta parið kostar 15.000 kr. 🙂 https://t.co/ZDxdPb5wuc
— Obba (@thorbjorga) December 12, 2020