Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði opnar næsta föstudag, þann 26. nóvember klukkan 17:00.
Jólaþorpið nú orðið árlegur viðburður þar sem fólk getur bæði verslað jólagjafir og smakkað á ýmsu góðgæti.
Þá verður jólaþorpið opið allar helgar fram að jólum frá klukkan 13:00 til 18:00 en allar upplýsingar má finna á Facebook síðunni Jólaþorpið í Hafnarfirði.
En á Facebook síðunni segir meðal annars:
„Við hvetjum gesti til að nýta allan opnunartímann og dreifa álaginu, t.d. með því að heimsækja söfn, verslanir, kaffihús og veitingastaði í nágrenni þorpsins. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum til að athuga hvort að allir séu ekki duglegir að spritta og þvo. Virðum eins metra fjarlægðarmörkin og notum andlitsgrímur þegar ekki er hægt að halda þau.
Komdu heim í jólabæinn Hafnarfjörð á aðventunni og njóttu alls þess sem aðventan hefur upp á að bjóða!“