Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Jón Ármann er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, er fallinn frá. Hann fæddist á á Húsavík 21. júní 1927.

Hann starfaði meðal annars við sjómennsku á langri starfsævi. Hann stofnaði útgerðafélagið Hreifa á Húsavík ásamt fjölskyldu sinni. Hann rak útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði til ársins 1990.

Vefmiðillinn Vísir segir frá andláti hans og upplýsir að Jón Ármann hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum og sérstakan áhuga á sjávarútvegsmálum. Hann var um tíma bæjarfulltrúi á Húsavík. Hann sat í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna 1961 til 1963 og í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1964 til 1977. Jón Ármann var kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1967 og sat á þingi til ársins 1978. Hann var hvað þekktastur fyrir að hafa fengið samþykkt lög ssem banna tóbaksauglýsingar.

Á efri árum starfaði hann sem fararstjóri á Spáni í ferðum fyrir eldri borgara.

Eiginkona Jóns Ármanns var Ólöf Ágústa Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, tíu barnabörn og langafabörnin eru orðin ellefu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -