Þættirnir Paradísarheimt sem fjölmiðlamaðurinn Jón Ársæll Þórðarson hafði umsjón með vöktu athygli er þeir voru sýndir á RÚV; fjallaði fyrsta þáttaröðin um fólk á Íslandi með geðrænan vanda; önnur þáttaröðin fjallaði um fanga; sú þriðja um fólki sem batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir.
Viðmælandi einn í þáttaröð númer tvö stefndi Jóni Ársæli, sem og Steingrími Jóni Þórðarsyni, samstarfsmanni hans; einnig RÚV – vegna viðtals sem birtist við viðmælandann; vildi fjórar milljónir króna í miskabætur.
Viðmælandinn taldi sig hafa tekið til baka samþykki sitt fyrir birtingu viðtalsins í þáttarðinni með því að senda tölvupóst á Jón Ársæl þar sem spurt var:
„Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“
Sýknun varð niðurstaðan hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem taldi viðmælandann hafa mætt sjálfviljugann í viðtal; hefði veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi sína; alveg meðvituð um í hvaða tilgangi viðtalið var tekið.
Kemur fram á RÚV að Landsréttur hafi snúið dómnum við að hluta; taldi að túlka bæri tölvupóstinn til Jóns Ársæls þannig að eigi hefði legið fyrir skýrt né ótvírætt samþykki viðmælandans.
Einnig að þar sem Jón Ársæll var sá eini sem fékk póstinn var hann dæmdur til að greiða viðmælandanum 800 þúsund krónur.
Hins vegar er Hæstiréttur ekki sammála túlkun Landsréttar; segir að samþykki viðmælandans í orði og hafi legið ljóst fyrir.
Jón Ársæll hafi alveg mátt líta á að samþykkið stæði óhaggað og telur dómurinn jafnframt að umfjöllunin hafi hvorki verið ósanngjörn né ómálefnaleg; Jón Ársæll sem fjölmiðlamaður njóti tjáningarfrelsis; að þær upplýsingar sem hann hafi komið fram með í þættinum, og sneru meðal annars um brot konunnar, ítrekaða fangelsisvist og áfengisneyslu, hafi eigi verið umfram það sem viðmælandinn upplýsti sjálfur um. Vinnubrögð Jóns Ársæl hafi því verið í samræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins.
Bent er á að Hæstiréttur telji umfjölluninina í þættinum áðurnefnda vera framlag til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu; að persónuupplýsingar viðmælandans hefðu eingöngu verið unnar í þágu fréttamennsku og var því Jón Ársæll sýknaður.