Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Jón Ásgeir snýr aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þekktasti og umdeildasti kaupsýslumaður landsins, snéri aftur á formlegan vettvang íslensks viðskiptalífs í síðustu viku með framboði til stjórnar Haga.

Þótt hann hafi ekki haft erindi sem erfiði þá markaði framboð hans tímamót. Jón Ásgeir, sem hefur verið til rannsóknar vegna meintra efnahagsbrota meira og minna í 16 ár, og þegar hlotið tvo dóma í Hæstarétti fyrir slík vegna svokallaðra Baugsmála, hefur lítið sést í skipuritum þeirra fyrirtækja sem hann og eiginkona hans, fjárfestirinn Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, hafa átt og stjórnað frá hruni.

Eftir að Hæstiréttur ákvað að taka ekki fyrir áfrýjun á Aurum-málinu svokallaða, þar sem Jón Ásgeir var sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum, í desember síðastliðnum lá fyrir að hann myndi ekki hljóta neinn dóm vegna hrunmála. Engin frekari mál sem snúa að Jóni Ásgeiri, sem var aðaleigandi Glitnis og fjárfestingaveldisins Baugs, eru til rannsóknar.

Sá tími sem hann mátti ekki sitja í stjórnum félaga vegna fyrri dóma í Baugsmálinu svokallaða er liðinn fyrir nokkrum árum. Samt hefur Jón Ásgeir haldið sig opinberlega til hlés, og stýrt úr aftursætinu. Þar til nú.

Nýverið bauð hann sig nefnilega fram í stjórn Haga, félagsins sem hann stofnaði ásamt föður sínum fyrir 30 árum. Það framboð markaði tímamót. Jón Ásgeir er formlega farinn að taka þátt í íslensku viðskiptalífi aftur.

Á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs er ítarleg úttekt á ferli Jóns Ásgeirs í íslensku viðskiptalífi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -