Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jón dáleiðari: „Dáleiðsla virkar – fólk hefur fengið hjálp við að léttast og við kvíða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla og við hjálpum fólki við að taka sín fyrstu skref í dáleiðslunni. Dáleiðsla sem meðferð er samtalsform þar sem dáleiðari og dáleiðsluþegi vinna saman að því markmiði sem dáleiðsluþeginn vill ná.“

Draumurinn er að efla dáleiðsluna þannig að það verði jafn eðlilegt að fara til dáleiðara eins og annarra meðferðaraðila og að dáleiðsla verði jafn eðlilegt meðferðarform og að fara t.d. til sjúkraþjálfara.

Þetta segir Jón Víðis Mannlífi, annar af tveimur eigendum Dáleiðsluskólans Hugareflingar um uppgang dáleiðslu meðferðar á Íslandi.

Stærstu samtök dáleiðara í heiminum
Jón Víðis Jakobsson og Arnþór Arnþórsson eigendur skólans hafa kennt dáleiðslu á Íslandi frá 2016 og rekið sinn eigin dáleiðsluskóla, Dáleiðsluskólann Hugareflingu frá 2020.

Eftir mikla leit að bestu dáleiðslunámskeiðunum sem völ er á og fundu þeir námskeið frá National Guild of Hypnotist (NGH). Af námskeiðunum sem þeir skoðuðu var NGH fjölbreyttastur og best upp settur. NGH eru stærstu samtök dáleiðara í heiminum.

Jón Víðis lærði dáleiðslu 2011 til að nota í sýningaratriðum sínum. Hann er töframaður og hafði hugsað sér að auka enn frekar fjöbreytnina í sýningunum sínum.

Dáleiðsla raunverulega virkar
„Það kom mér töluvert á óvart þegar ég áttaði mig á því að dáleiðsla raunverulega virkar, þetta var ekki bara eitthvað trikk. Ég léttist sjálfur um 30 kg án þess að hafa neitt fyrir því. Þegar ég sá þetta virka á sjálfum mér og hvað þetta gerði fyrir fólkið sem var með mér á námskeiðinu, ákvað ég að opna dáleiðslustofu og hjálpa fólki að ná sínum markmiðum. Ég hef tekið á móti fjölda fólks til að létta sig, hætta að reykja eða líða betur.“

- Auglýsing -

Það sem vakti áhuga Arnþórs varðandi dáleiðslu voru dáleiðslusýningar. Þegar hann fór að kynna sér dáleiðslu nánar áttaði hann sig enn frekar á möguleikum dáleiðslunnar og ákvað sjálfur að læra hana. Þannig kynntumst þeir félagar og reka nú sinn dáleiðsluskóla, eins og fyrr segir.

Þeir sem hafa komið til þeirra og fengið hjálp með dáleiðslu eru t.d. að leita sér hjálpar við að léttast eða hætta að reykja og hafa náð mjög góðum árangri, segir Jón stolltur. Annars hefur fólk verið að koma vegna kvíða, flughræðslu, útaf verkjum og annars konar vanlíðan.

Betri svefn er eitt af því sem dáleiðsla virkar vel á. Dáleiðsla hjálpar fólki að leyfa sér að líða útaf og sofna í stað þessa að vera að fara yfir öll vandamál dagsins eða ímynda sér vandamálin sem þarf að fást við á morgun.

Ná betri árangri
„Íþróttamenn hafa líka verið að koma til okkar til að ná betri árangri í því sem þeir eru að fást við, til að vera einbeittari og ekki einblína á þau vandamál sem þeir sjá fyrir sér, heldur að stefna beint á það markmið sem þeir ætla sér að ná. Í því sambandi má sérstaklega nefna golfara sem geta nýtt sér dáleiðsluna til að vera yfirvegaðri og rólegri þegar spennan eykst og ná þarf fullkomnu höggi.“

- Auglýsing -

Umræðan í kringum dáleiðslu virðist oft vera uppfull af mýtum og segir Jón okkur að:  „fólk veit eðlilega ekki hvað þetta er og hefur kannski þá ímynd af dáleiðslu sem við sjáum á dáleiðslusýningum, maður á sviði að skipa fólki að hoppa eins og hænur, en það virkar nú ekki alveg þannig. Ef dáleiðsla færði mér vald yfir fólki væri ég sennilega löngu búinn að panta mér tíma hjá bankastjóranum.“

Eitt af því sem fólk virðist óttast mest er að missa stjórn eða segja frá einhverju sem það vill halda fyrir sig.

Því er einmitt öfugt farið, í dáleiðslu hefur fólk fulla stjórn á því sem það gerir og getur náð árangri með sín vandamál án þess að þurfa að vera að velta sér of mikið upp úr þeim. Þeir sem koma í dáleiðslu upplifa yfirleitt mikla slökun og vellíðan.

Ýkjur og misskilningur varðandi dáleiðslu
„Það hefur verið áskorun að þurfa að berjast við fólk sem heldur fram ýkjum og misskilningi varðandi dáleiðslu. Fólki sem kemur óorði á dáleiðslu með yfirlýsingum sem standast enga skoðun. Því dáleiðsla er frábært meðferðarform, hefur hjálpað mörgum og það er hægt er að ná ótrúlegum árangri með dáleiðslu, en hún er ekki endanleg lausn á öllum heimsins vandamálu. Því finnst okkar að fleiri meðferðaraðilar ættu að nýta dáleiðslu í sinni vinnu. Dáleiðsla virkar frábærlega ein og sér og mjög vel samhliða öðrum meðferðarformum, sem viðbót við það sem meðferðaraðilar eru þegar að nota.“

Jón segist hafa náð að léttast án mikillar fyrirhafnar um 30 kg með dáleiðslu. Hann hélt áfram að borða það sama og hann hafði verið að borða og var ekki að pína sig á neinn hátt. Hann borðaði miklu minna af því sem hann hafði áður gert og hann langaði frekar í eitthvað sem var betra fyrir sig. Arnþór hætti til dæmis að reykja með sjálfsdáleiðslu.

„Dáleiðsla raunverulega virkar og er mjög árangursríkt meðferðarform.

Það eru margir sem hafa komið til mín í dáleiðslu og náð góðum árangri í því sem þeir hafa viljað breyta eða ná fram. Það er alltaf gaman að sjá muninn og hvað fólk verður hissa þegar það áttar sig á því að lofthræðslan sem kom alltaf upp þegar farið var út á svalir sé horfin og það sé ekkert mál að fara þangað eða að það sé hægt að láta sér líða vel í flugferð.“

Nýjasta viðbótin á Ísland
„Námskeiðin sem við kennum frá NGH eru tvö Lærðu að dáleiða og Meðferðardáleiðsla í beinu framhaldi. Námskeiðin innihalda efni frá mörgum þekktustu dáleiðurum í heimi og hafa verið þýdd á rúmlega 10 tungumál og er nýjasta viðbótin á Ísland en annars er hún kennd víðs vegar um heiminn. Að loknu dáleiðslunámi útskrifum við nemendur okkar sem meðferðardáleiðara með alþjóðlegt prófskírteini frá NGH og bjóðum upp á handleiðslu til að fylgja þeim fyrstu skrefin sem dáleiðarar.“

 Undanfarið hafa þeir verið að halda fjölda sjálfsdáleiðslunámskeiða, en þetta eru tveggja kvölda námskeið þar sem fólk lærir hvernig það getur sett upp sínar eigin meðferðir og unnið úr þeim málum sem það hefur áhuga á að vinna með sjálft eða breyta í sínu lífi.

„Eitt af því sem fólk hefur nefnt sérstaklega varðandi sjálfsdáleiðslunámskeiðin er að það hafi hjálpað til við svefninn, fólk sefur betur og líður almennt betur. Við ætlum einmitt að halda áfram á þessari braut með stutt námskeið og erum að fara af stað með námskeið fyrir kvíða. Við gerum ráð fyrir að byrja með námskeið við prófkvíða og að ná betri árangri á prófum.“

Margir þeirra sem hafa komið á sjálfsdáleiðslunámskeiðin hafa haldið áfram og lært dáleiðslu til að ná meiri árangri og dýpri skilningi á dáleiðslunni.

Arnþór hefur t.d. tekið það að sér að þýða námskeiðin á íslensku og útbúa nýtt námsefni fyrir sjálfsdáleiðslunámskeið sem hefur verið gríðalega vinsælt. Nýjasta námskeiðið er prófkvíðanámskeið en þeir stefna á að byrja með það fyrir jól.

Á næstu vorönn eru námskeiðin: Lærðu að dáleiða og Meðferðardáleiðsla  námskeiðin eru samtals 19 dagar auk æfinga.

Æfingarnar tryggja að allir sem ljúka námi hjá skólanum þekkji og kunni að nota þær aðferðir sem kenndar eru.

Á þessum námskeiðum er fólki kennt að dáleiða. Kenndar eru mismunandi aðferðir og hvernig eigi að fást við það sem fólk kemur með til þeira til að fá dáleiðslu við.

 

Dagskrá námskeiðanna og skráning fer fram á heimasíðu þeirra: hugarefling.is

 

———————-

Hér að neðan er hægt að sjá frekari útlistun á námskeiðunum þeirra.

Útlistun á námskeiðunum, Lærðu að dáleiða og Meðferðardáleiðsla:

Lærðu að dáleiða:

Á námskeiðinu læra nemendur að dáleiða, farið er yfir öll helstu hugtök og aðferðir við dáleiðslu. Hvað dáleiðsla er og hvað ekki. Frá fyrsta degi fara nemendur í dáleiðslu og æfa sig að dáleiða aðra. Nemendur læra og æfa mismunandi aðferðir við að meta næmi einstaklinga til að vera dáleiddir. Læra aðferðir til að innleiða dáleiðslu, dýpka hana og meta dýpt dáleiðslunnar.

Farið er yfir sögu dáleiðslunnar og hvað þarf að varast við dáleiðslu. Virkni meðvitaða hugans og undirvitundarinnar, hvernig móta á tillögur til að ná sem mestum árangri og ýmislegt annað varðandi dáleiðslu. Lærðu að dáleiða er fyrsta skrefið í því að læra meðferðardáleiðslu.

Námskeiðið byggir á erlendri fyrirmynd og þekkingu frá National Guild of Hypnotists, stærstu dáleiðslusamtökum í heimi, og reynslu kennaranna sem hafa unnið við dáleiðslu í yfir 10 ár og verið aðalkennarar við dáleiðslu á Íslandi síðustu ár.

Við lok námskeiðsins útskrifast nemendur sem dáleiðarar og hafa þekkingu til að dáleiða.

Námskeiðið er 9 dagar og kennt er í þremur þriggja daga lotum:

Meðferðardáleiðsla:

Á námskeiðinu læra nemendur meðferðardáleiðslu og eru í lok námskeiðsins tilbúnir til að taka á móti fólki í dáleiðslumeðferð.

Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er að kunna að dáleiða. Hafa klárað námskeiðið Lærðu að dáleiða eða lært dáleiðslu annars staðar.

Á námskeiðinu er farið yfir markmiðasetningu, streitustjórnun, hegðunarmat, siðferði í dáleiðslu, uppbyggingu dáleiðslumeðferðartíma, viðbótarhandrit og tækni. Nemendur læra að setja upp tíma til að dáleiða fólk til að hætta að reykja, breyta vana/hegðun og aðstoða fólk við þyngdarstjórnun. Hvernig á að setja upp nokkurra tíma sjálfsdáleiðslu. Aldurstengda endurlitsmeðferð, hvernig hægt er að vinna með hluta hugans og rekstur dáleiðslumeðferðarstofu.

Við lok námskeiðsins útskrifast nemendur með alþjóðlega vottun sem meðferðardáleiðarar frá stærstu dáleiðslusamtökum í heimi, National Guild of Hypnotists.

Námskeiðið er 10 dagar og skiptist í þrjár lotur.

Sjálfsdáleiðsla:
Á námskeiðinu læra nemendur að setja upp sína eigin sjálfsdáleiðslumeðferð frá
upphafi til enda, sniðna að eigin þörfum. Farið eru yfir hvernig á að skipuleggja og
framkvæma einstaklingsmiðaða sjálfsdáleiðslu sem er unnin út frá persónulegum
markmiðum nemanda.
Námskeiðið er tvö kvöld 3 klukkutímar í senn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -