Þriðjudagur 28. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

„Jón gengur um með bensínbrúsa og skvettir úr honum á glæður mannfyrirlitningar og afmennskunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunn Ólafsdóttir ritar beittan pistil í Facebook-síðu sinni; hún er ekki sátt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Í áðurnefndri færslu fer Þórunn yfir ákvörðun dómsmálaráðherra að neita flóttafólki – sem er barnlaust og heilbrigt – um heilbrigðisþjónustu; og einnig þá orðræðu sem Þórunn telur Jón hafa notað gegn flóttaólki sem sótt hefur um vernd hér á landi.

Tekið skal fram að Þórunn hefur unnið heilmikið hjálparstarf fyrir hönd flóttafólks á Grikklandi, og á eyjunni Lesbos; er því mjög vel kunnug því starfi að aðstoða við umsækjendur verndar:

„Skaðinn sem Jón Gunnarsson hefur á stuttri ráðherratíð náð að vinna samfélaginu verður ekki bættur í bráð.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Orðræðan sem hann notar einkennist af mannnfyrirlitningu sem við höfum undanfarin ár aðallega séð í holræsum internetsins – kommentakerfunum. Hann teygir sig sífellt lengra í afmennskun fólks á flótta og þykir t.d. eðlilegt að refsa einum jaðarsettasta hópi samfélagsins með því að svipta fólk grundvallarréttindum eins og þaki yfir höfuðið og aðgangi að heilbrigðisþjónustu.

Svo eðlilegar þykja honum þessar aðferðir að hann vinnur nú hörðum höndum að því að lögfesta þær. Hann talar um að fólk sé „ólöglegt” og gefur í skyn að samfélaginu stafi af því ógn. Að það eigi ekkert gott skilið og sé fyrir okkur hinum.“

- Auglýsing -

Hún segir að það sé „nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að fólki, hvort sem það er barnlaust eða almennt hraust, sé neitað um aðgang að grundvallaraðstoð eins og heilbrigðisþjónustu. Er það í alvörunni samfélagið sem við viljum vera?

Á hinn bóginn er svo mikilvægt að muna að dómsmálaráðherra er ekki einvaldur. Hann situr í umboði allra ríkisstjórnarflokkanna og það er á endanum ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem er ábyrg fyrir tjóninu sem þessi skaðvaldur hefur unnið samfélaginu okkar.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Orð skipta máli og orðræðan sem Jón Gunnarsson notar, án athugasemda samstarfsfólks síns, eru skilaboð þess efnis að fólk í ömurlegum aðstæðum sé óvelkomið og jarnvel ógn við samfélagið sem það vill bara fá að vera hluti af.

Fólkið sem um ræðir flúði í flestum tilfellum stríð eða ofsóknir í heimalöndum sínum. Stjórnvöldum er sjaldnast skylt að vísa því úr landi, en velja að gera það því í mörgum tilfellum hafa þau til þess heimild. Það þýðir EKKI að fólkið hafi flúið að tilefnislausu, það þýðir einfaldlega að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að láta önnur ríki bera ábyrgð á að vernda þau.“

Bætir við að lokum:

„Tal um „þetta fólk”, að það eigi ekki rétt á grundvallarþjónustu, sé ólöglegt, hættulegt eða óæskilegt kyndir duglega undir hatri og jaðrsetningu. Á meðan Jón gengur um með bensínbrúsa og skvettir duglega úr honum á glæður mannfyrirlitningar og afmennskunar þykist forsætisráðherra vera að vinna hörðum höndum gegn fordómum og hatursorðræðu.

Fyrsta skrefið í þeirri vinnu væri mögulega að slíta samstarfinu við öflugustu fordómamaskínu landsins?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -