Það er allt á fullu vegna komandi kosninga og enginn friður fyrir framboðsþáttum og auglýsingum.
Inná milli er hægt að finna demanta í sorpinu, og hér er einn:
Fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr lætur flakka á Twitter að hann sjái í fyrsta skipti á ævinni ekkert að því að kjósa Framsóknarflokkinn, en Jón stofnaði Besta flokkinn á sínum tíma og vann ævintýralegan kosningasigur sem skilaði honum borgarstjórastólnum.
Jón er maður sem áskilur sér þann eðlilega rétt að skipta um skoðun og honum þykir lítt skemmtilegt að vera stimplaður hitt eða þetta.
Og Jón er að verða grænn og undirstrikar það á Twitter með þessum orðum:
„Í fyrsta skipti á ævinni sé ég ekkert, í fljótu bragði, sem mælir gegn því að kjósa Framsóknarflokkinn.“