Það tístir í Jóni Gnarr, grínista og fyrrum borgarstjóra, og er hann fullur tilhlökkunar vegna samruna fjölmiðlafyrirtækjanna Stundarinnar og Kjarnans. Hefur Jón Gnarr fundið miðlinum nýtt nafn sem hann kallar Kjarnorkustundina.
Jón Gnarr sendir ritstjórninni hugrenninga sína til leiðbeiningar við mótun hins nýja miðils. Hann telur gott að fá ítarlegar fjármálagreiningar og bindur miklar vonir við áframhaldandi sorgarklámsfréttir, eins og hann kallar þær. Hann óskar þess þó að ritstjórn hins nýja miðils muni eftir Nútímanum.
Þá gagnrýnir hann núverandi bókmennta- og sjónvarpsumfjallanir og ætlar þeim að vera „plöggaðar“. Vonar hann að lát verði á og unnið verði frekar eftir vinsældarlistakerfi.
hlakka til að sjá nýju Kjarnorkustundina. alveg gott að fá ítsrlegar fjármálagreiningar og sorgarklám en vona samt að þau muni eftir Nútímanum. mætti alveg vera smá meira soleiðis. vitræn umfjöllun um sjónvarp og bækur sem er ekki bara plögg. top 10 listar ! segi bara sona
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) December 30, 2022