Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri og skemmtikraftur, tekur upp hanskann fyrir Julian Assange á Twitter en dómstólar í Bretlandi opnuðu nýverið á framsal blaðamannsins til Bandaríkjanna. Óttast margir að Assange verði þar dæmdur í lífstíðarfangelsi.
„Ísland stendur í hernaðarbandalagi með Bandaríkjunum í gegnum NATO. hver er opinber afstaða okkar til þessa máls? höfum við e-a afstöðu? hafa fulltrúar okkar vakið máls á þessu á einhverjum af öllum skemmtilegu NATO fundunum sem við mætum alltaf á ?“
Blaðamannafélag Íslands sendi nýlega áskorun á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað var á hana að beita sér gegn framsali Julian Assange.
Ekki er vitað til þess að hún hefði brugðist við áskoruninni enn.