Eva Rut Vilhjálmsdóttir sýnir á áhrifaríkann hátt á Facebook-síðu sinni mikilvægi þess að börn noti hjálm á hlaupahjóli. Sonur hennar Jón Grétar datt illa á dögunum og hún segir hjálminn hafa bjargað lífi hans. Myndir teknar eftir slysið má sjá hér fyrir neðan.
„Fyrir viku síðan gerðist það að Jón Grètar datt af Hlaupahjólinu sínu. Í þetta sinn fór hann EKKI sem hraðast en hann var að reiða vin sinn þegar þeir misstu jafnvægið. Jón Grétar er alltaf með hjálm þegar hann fer á hjólið sitt eða hlaupahjól og ég er alveg hörð á því að hjálmurinn bjargaði honum þetta kvöld!!!,“ segir Eva Rut.
Hún segist einfaldlega fá sting í hjartað þegar hún sé hjálmlaust barn á hjóli. „Hann slasaðist, það þurfti að sauma hann, hann er nýfarinn að geta talað skýrt, tennurnar sluppu og það er hjálminum að þakka! Derið framan á tók höggið. Mer finnst alltof algengt að börn seu hjálmlaus og því fæ eg sting í hjartað eftir þetta ömurlega slys þegar ég sé hjálmlaust barn á hjóli eða öðru farartæki. Oooog auðvitað átti hann heldur ekki að reiða vin sinn. Hann gerir það allavega ekki í bráð því get eg lofað!!! Slysin gera alls ekki boð á undan sér en please notum hjálminn,“ segir Eva Rut.
Þess má geta að fréttamaðurinn vinsæli Magnús Hlynur Hreiðarsson á Stöð 2 er frændi Jóns. Hann tekur undir og skrifar: „Frændi minn í Garðinum, í guðanna bænum, allir að nota hjálm á hlaupahjólum eða reiðhjólum og vepsum“