Fimmtudagur 12. desember, 2024
5.8 C
Reykjavik

Jón Guðni bankastjóri: „Samrunaviðræður milli Íslandsbanka og Kviku eru ekki hafnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Samrunaviðræður milli Íslandsbanka og Kviku eru ekki hafnar og hafa engin samtöl þess efnis átt sér stað eftir að viðræðum var slitið,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, í skriflegu svari til Mannlífs, vegna fréttar í gær um að þreifingar hefðu átt sér stað milli forsvarsmanna Kviku og Íslandsbanka um að taka aftur upp formlegar viðræður um sameiningu.

Heimildir Mannlífs herma að umræðan snúist um skiptihlutfall ef komi til sameiningarviðræðna. Helsti ágreiningurinn í viðræðunum á milli bankanna tveggja fyrir slit viðræðna var verðlagningin á Íslandsbanka sem þótti vera of há. Nú er sú staða uppi að bankinn hefur fallið í verði eftir að upp komst um lögbrotin í kringum sölu bréfa í Íslandsbanka og skiptihlutfallið þannig hagstæðara fyrir Kviku.

Mannlíf spurði forsvarsmenn Kviku um þreifingar varðandi framhald viðræðna. Marinó Örn Tryggvason bankastjóri svaraði spurningunni með eftirfarandi hætti.

„Þessar heimildir eru ekki réttar. Staðan er óbreytt frá tilkynningu,“ segir hann og vísar í tilkynningu Kviku banka um slit á samrunaviðræðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -