Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Jón Gunnar er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnar Stefánsson, fyrrverandi útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri, er látinn. Hann varð 92 ára í lok júní s.l. Jón Gunnar fæddist í Hafnarfirði 26. júní 1931 en lést 6. júlí. HAnn varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og var í framhaldinu ráðinn sem framkvæmdastjórui Ísfells á Flateyri þar sem han starfaði í fjögur ár þegar hann stofnaði Fiskborg hf. ásamt félögum sínum. Morgunblaðið sagði frá andláti hans.
Hann stofnaði fyrirtækið Hjálm hf. ásamt Einari Oddi Kristjánsson, fyrrverandi alþingismanni, Gunnlaugi Kristjánssyni og fleirum árið 1968. Hjálmur varð um áratugaskeið burðarásinn í atvinnulífinu á Flateyri. Fyrirtækið rak með annars þann farsæla togara Gylli ÍS 260 sem smíðaður var í Noregi fyrir tilstilli Jóns Gunnars og félaga hans.
Árið 1983 gerðist Jón Gunnar bæjarstjóri í Grindavík. Hann gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann gerðist bæjarstjóri í Vesturbyggð.

Eftirlifandi eiginkona Jóns Gunnars er Ólína Jóna Bjarnadóttir. Fyrri eiginkona Jóns, Gunnhildur Guðmundsdóttir lést árið 2001. Þau eignuðust fjögur börn, Ingigerði, Stefán, Guðmund og Huldu.

Jón Gunnar var alla tíð virkur í félagsmálum og lagði samfélagi sínu gott til. Hann var fram í andlátið virkur á samfélagsmiðlum og fylgdist grannt með þjóðfélagsmálum.

Mannlíf vottar aðstandendum Jóns Gunnars samúð og þakkar honum samfylgdina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -