Jón þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, er í stórvandræðum vegna furðufréttar og dylgjum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði átt aðild að veiðiþjófnaði. Ragnar hefur þvertekið fyrir aðild sína og lögreglan staðfestir að hann sé ekki grunaður. Samt biðst ritstjórinn ekki afsökunar á framsetningunni og áburðinum heldur þverskallast við. Í dag er enn áréttað á blaðið hafi trausta heimildarmenn að baki frétt sinni sem var „byggð á frásögnum tveggja manna sem voru á vettvangi“. Svo segir afsakandi að þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til lögreglu við vinnslu fréttarinnar varðandi hugsanlega aðild Ragnars Þórs að meintu veiðibroti hafi ekki fengist upplýsingar um það atriði.
Fréttablaðið hefur þegar orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þess að þar á bæ geta menn ekki undirbyggt dylgjurnar. Blaðið á tilveru sína undir auglýsingum og auði Helga Magnússonar athafnamanns. Hætt er við að auglýsendur snúi baki við blaðinu sem kann ekki að rökstyðja fréttir sínar eða biðjast að öðrum kosti afsökunar ….