Jón Sigurbjörnsson leikari og óperusöngvari lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í gær, 30. nóvember, 99 ára að aldri.
Jón var einn ástsælasti leikari Íslands og var hann fastráðinn í Þjóðleikhúsinu í fjöldi ára sem og í Leikfélagi Reykjavíkur. Þá starfaði hann einnig sem óperusöngvari við konunglegu sænsku óperuna í Stokkhólmi. Þar söng hann til að mynda í óperunum Aidu, Il trovatore og Rigoletto. Jón söng aukreitis hér heima, m.a. fór hann með hlutverk nautabanans í Carmen, sem hann leikstýrði sjálfur hjá Þjóðleikhúsinu. Hann söng í íslensku óperunum Þrymskviðu, eftir Jón Ásgeirsson og Silkitrommunni, eftir Atla Heimi Sveinsson, sem báðar voru settar upp í Þjóðleikhúsinu.
Jón lék einnig í vinsælum kvikmyndum og þáttaröðum um ævina. Ber þar helst að nefna Land og synir, Hrafninn Flýgur, Magnús, Bíódagar og Sigla Himinfley.
Vottar Mannlíf aðstandendum Jóns samúð sína.