Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Jón Þór gengst við óviðunandi hegðun gagnvart landsliðinu og lætur af störfum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Þór Hauksson, sem hefur verið landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta síðastliðin tvö ár, hætti í dag sem þjálfar liðsins að hans ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ.

Í fjölmiðlum hefur komið fram að hann hafi hegðað sér óviðunandi í fögnuði í Ungverjalandi eftir að ljóst var að liðið væri á leiðinni á EM. Í yfirlýsingu KSÍ birtist líka yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka hans þar sem hann gengst við því að hafa gengið of langt með samtölum sem áttu sér stað umrætt kvöld.

Eins segir hann að eftir að hafa rætt við einstaka leikmenn liðsins verði honum erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust á milli hans og leikmanna. Hann segir liðið og árangur þess skipta mestu máli og því láti hann af störfum.

Yfirlýsing Jóns Þórs:

Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár.
Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi.

Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar.

- Auglýsing -

Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM.

Jón Þór Hauksson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -