Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta verður látinn fara. Þetta er fullyrt á vef Fótbolta.net. Þar kemur einnig fram að búast megi við tilkynningu frá KSÍ í dag eða á morgun.
Engin kvenna landsliðsins hefur tjáð sig opinberlega um framferði þjálfarans þar sem hann er sagður hafa látið illa í gleðskap eftir að liðið tryggði sér sæti á EM.
Óviðeigandi ummælinu voru látin falla fyrir framan allan leikmannahópin sem snérust meðal annars að getu einstaka leikmanna.
Hann átti einnig að hafa farið ófögrum orðum um einstaka leikmenn á bak við þær við aðra liðsfélaga og meðal annars að sagt sumar þeirra hreinlega ekki eiga skilið sæti í liðinu. Eins sagði hann eina úr liðinu „hafa eyðilagt Íslandsmótið“ vegna samskipta við leikmann úr karlaliði Breiðabliks, samkvæmt heimildum Mannlífs.
Hver niðurstaða málsins verður og hvernig framtíð liðsins í þjálfaramálum kemur til með að líta út ætti að koma í ljós í tilkynningu frá KSÍ í dag eða á næstu dögum.