Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Jónas kemur út úr skápnum: „Ég get laðast að fleiri en einni manneskju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er Pride, er þá ekki viðeigandi að koma útúr skápnum? – Eða a.m.k. einum þeirra. Ég er fjölkær (e. polyamourous). Hvað þýðir það og hvaða máli skiptir það? Jú, ég get haft tilfinningar fyrir eða laðast að fleiri en einni manneskju í einu. Kemur þetta einhverjum við? Í rauninni ekki, ekki nema sjálfum mér og þeim sem að kjósa að vera í sambandi með mér eða eiga einhverskonar tengingu með mér.“

Þetta skrifar Jónas Tryggvi Stefánsson á Facebook og hefur hann gefið Mannlífi góðfúslegt leyfi til að endurbirta orð hans. Í dag er gleðigangan gengin og því vel við hæfi að minna á að í dag fagna fleiri en hommar, lesbíur og transfólk. Jónas lýsir hvað felst í því að vera fjölkær.

„Það að ég sé fjölkær þarf ekki endilega að þýða að ég sækist eftir fjölkærum samböndum, en ef ég kýs að gera það þá er það mitt val sem að kemur í sjálfu sér engum öðrum við nema mér og þeim sem ég er í sambandi með. Þetta þýðir ekki heldur að þeir einstaklingar sem að ég mun koma til með að vera í samböndum með í framtíðinni þurfi endilega að vera fjölkærir,“ segir Jónas.

Hann segir tvær ástæður fyrir því að hann segir frá þessu. „Í fyrsta lagi held ég að þetta sé miklu algengara en við þorum að viðurkenna og mér finnst mikilvægt að normalæsera það. Þetta er ekki það flókið. Hefur þú aldrei verið hrifin(nn) af tveimur einstaklingum á sama tíma? Hefur þú aldrei orðið hrifinn af nýjum aðila á sama tíma og þú varst hrifin(nn) af fyrrverandi maka? Well, þá ertu líklega fjölkær – en maður þarf ekki endilega að iðka fjölkær sambönd þó að maður sé fjölkær, en það má og það gæti skipt máli,“ segir Jónas.

Enn fremur segist Jónas vona að hann geti með þessu veitt öðrum þor til að vera það sjálft. „Í öðru lagi þá lýt ég á það sem sigur ef að mitt skref getur gefið einni annarri manneskju þor eða leyfi til þess að lifa eftir sínum gildum og eftir því hver viðkomandi er í raun og veru. Mundu samt, þú þarft ekki leyfi frá neinum nema sjálfum þér til þess. Það er vont að vera hafnað fyrir það hver maður er, en það er verra að vera samþykkt(ur) fyrir eitthvað sem maður er ekki,“ segir Jónas.

Hann segist nýlega hafa uppgötvað þetta. „Hvernig komst ég að þessu? Jú. Fyrr á árinu kynntist ég yndislegri konu sem að ég fór í samband með og ég byrjaði að vera mjög hrifinn af henni. Á sama tíma fann ég að ég var ennþá ástfanginn af fyrrverandi. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta bara fallegt. Þetta þarf ekki að vera flóknara en þetta. Því miður gekk það samband ekki upp heldur á þeim tíma útaf öðrum atriðum, en ég ber hlýjan hug til viðkomandi og ég þakka fyrir þessa uppgötvun mína.“

- Auglýsing -

Hann óskar svo öllum landsmönnum til hamingju með daginn. „Hversu fallegt er það að hafa næga ást að gefa og að þurfa ekki að bíða eftir því að fyrri ást deyji, áður en maður getur byrjað að rækta nýja? Ég óska ykkur öllum til hamingju með daginn og hvet ykkur til þess að vera eins og þið eruð og að leyfa þeim sem að eru öðruvísi en þið að vera eins og þau eru, jafnvel þó að þið skiljið það ekki. Ég skil ykkur ekki öll heldur og leyfi ykkur að vera eins og þið eruð,“ segir Jónas.

Að lokum deilir hann ljóði vinkonu sinnar. „Mig langar að enda þetta með því að láta hér með fylgja fáránlega fallegt ljóð eftir vinkonu mína, Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti upplýsingafræðslusíðunni Sundurogsaman á Instagram, sem ég hvet ykkur til þess að skoða – en þar hjálpar hún fólki að lifa lífi sínu eftir sínum gildum og að vera í samböndum sem að þjóna þeim, en ekki öfugt. Takk fyrir að leyfa mér að deila:

„Líf gef mér æðruleysi

- Auglýsing -

til að sætta mig við mig eins og ég er,

kjark til að vera eins og ég vil,

en ekki eins og samfélagið ætlast til að ég sé

og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,

njóta hvers andartaks fyrir sig,

viðurkenna mótlæti sem fáfræði og fordóma,

með því að taka tilverunni eins og hún er,

allskonar, skrítin, skemmtileg, tilviljanakennd, óréttlát, síbreytileg

og treysta því að allt fari á réttan veg

ef ég lifi í ást og hugrekki

svo að ég megi vera hæfilega hamingjusöm í þessu lífi

og algjörlega fabulous eins og ég er!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -