Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Jónína Ben breytti lífi Gunnars Kamban: „Ég byrjaði á því að sofa bara í 5 daga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónína Ben var hálfgerð lærimóðir Gunnars M. Kamban, detox frömuðar og rithöfundar. Gunnar lýsir kynnum sínum við detox meðferðina í nýjasta hlaðvarpsþætti Reynis Traustasonar.

„Mig langaði að laga mig, mig langaði að bæta mig, fá aukna orku og komast yfir þetta stress,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Árið 2010 var orðið kulnun ekki til eða ekki orðið að tískuorði eins og í dag. Ég vissi ekki alveg hvað var í gangi, ég bara komst ekki á þann stað sem ég vildi vera á.“

Ákvað Gunnar að fara til Jónínu Ben sem var með detox þjónustu í Keflavík en þar bauð hún upp á 14 daga detox meðferð. „Þarna var ég kominn með fjögur börn og konu og við vorum með hús og afborganir og það er ekkert auðvelt að kúpla sig bara út í 14 daga. Ég á mjög skilningsríka konu og frábæra. Hún skildi það að ég þurfti bara að gera eitthvað til að koma mér aftur í gírinn.“

Gunnar sem sagt fór til Keflavíkur þar sem Jónína og allt hennar fagfólk tók á móti honum og hann stimplaði sig eins og hann kallar það. „Ég byrjaði á því að sofa bara í 5 daga. Ég kom varla fram og borðaði varla matinn, ég var þessi leiðinlegi sem nánast sagði ekki góðan daginn af því að ég hafði hreinlega ekki orku í það.“ Jónína sagði við Gunnar að ef hann þyrfti að sofa, þá ætti hann bara að sofa.„Og ég tók hana bara á orðinu og svaf nánast í 5 daga straight.“ Segist hann hafa áttað sig á því seinna meir að hann var þarna orðinn úrvinda. „Þetta er eins og vél sem fer ekki í gang en ég er stanslaust að reyna að starta henni. Þarna var ég kominn á algjöran núllpunkt.“

Á degi sex fann Gunnar að hausinn á honum var orðinn skárri. Ákvað hann því að fara og reyna að kynnast fólkinu og dagskránni sem var í boði „sem voru göngutúrar á morgnana og teygjur og það var infrarauð sauna og pottur og svo framvegis og svo framvegis. Köld sturta var manni ýtt í líka.“ Segist Gunnar hafa byrjað að finna breytingu eftir að hann byrjaði að taka þátt í meðferðinni og fann orkuna aukast og aukast þrátt fyrir að vera að borða langt undir kalóríuþörf sinni. „Mín upplifun er að þegar ég labbaði út úr detoxinu í Keflavík eftir að hafa komið inn með um 1% orku, þá labbaði ég út með svona 98% hleðslu.“

Allt viðtalið er hægt að hlusta á hér
Hægt er að horfa á viðtalið hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -