Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Eins og að nota sprengju til þess að drepa litla mús“: Jónína fékk fyrst pensilín 2 vikna gömul

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónína Leósdóttir, rithöfundur talar um æskuna á Stundinni og lyfjagjafir sem hún fékk sem barn. Telur hún að sterkir skammtar af pensinlíni sem henni voru gefnir á barnsaldri, hafi valdið því að hún hafi glímt við heilsufarsvandamál síðan þá.

„Þegar ég var barn voru mér gefnir mjög sterkir skammtar af penisilíni sem klúðruðu algjörlega í mér ónæmiskerfinu og höfðu þannig neikvæð áhrif á heilsu mína til frambúðar. Ég hef glímt við heilsufarsvandamál allar götur síðan.“

Segir Jónína að á þeim tíma hafði pensilínið aðeins verið í almennri notkun á Vesturlöndum í fáein ár og það verið mjög breiðvirkandi og mikill styrkleiki notaður á sjúklinga.

„Ég fékk fyrstu penisilínsprautuna þegar ég var aðeins tveggja vikna gömul og ástæðan var einfaldlega sú að ég var með eyrnabólgu. Þetta var svolítið eins og að nota sprengju til þess að drepa litla mús og yrði aldrei gert í dag.“

Jónína ber engan kala til foreldra sína fyrir alla lyfjagjöfina enda hafi þeir báðir verið brenndir af því að hafa misst nákomna ættingja úr sýkingum áður en lyfið kom til sögunnar.

„Fjórtán ára gömul hafði mamma misst móður sína eftir að kjúklingabein festist í hálsinum á henni og sýking kom í sárið. Einnig hafði systir mömmu misst ungan son sex árum áður en ég fæddist og pabbi hafði misst tveggja ára bróður. Fjölskylda mín tók lyfinu því fagnandi, bæði þegar ég fékk fyrstu eyrnabólguna og alltaf þegar ég veiktist eftir það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -