- Auglýsing -
Klukkan ríflega þrjú í nótt varð stór skjálfti nærri Fagradalsfjalli. Sá mældist 5.1 að stærð og átti upptök sín á rúmlega 5 kílómetra dýpi.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands barst stofnuninni fjöldi tilkynninga um að skjálftinn hafi fundist víða um land, meðal annars vestur í Búðardal og austur í Fljótshlíð. Hátt í 800 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum í nótt, langflestir nærri Fagradalsfjalli en aðrir nær Grindavík. Óróa varð vart í gær en enga kviku er enn að sjá á yfirborði svæðisins.