Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Judi Dench á forsíðu breska Vogue – 85 ára og elsta forsíðufyrirsæta í sögu blaðsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan dásamlega Judi Dench prýðir forsíðuna á júnítölublaði bresku útgáfu tískublaðsins Vogue. Hún er elsta kona sem nokkurn tímann hefur prýtt forsíðu blaðsins og ekki nóg með það, þetta er í fyrsta sinn sem hún prýðir forsíðu tískublaðs.

„Þegar ég var ung voru leikkonur ekki forsíðufyrirsætur Vogue,“ segir Dench í forsíðuviðtalinu. „Þær urðu ekki frægar fyrr en þær voru orðnar „forngripir“.

Dame Judi segist alls ekki vera hrifin af því að eldast: „Mér líkar það alls ekki,“ segir hún í viðtalinu. „Ég hugsa ekki um það. Ég vil ekki hugsa um það. Þeir segja að aldur sé viðhorf  … það er hræðilegt.“

Dóttir leikkonunnar, Finty Williams, segir myndatökuna hafa skipt Dench miklu máli. „Ég held að þetta með aldurinn hafi mikil áhrif á það hvað henni finnst um sjálfa sig og þetta gaf sjálfstrausti hennar nógu mikla innspýtingu til að hugsa ‘Ó, kannski er allt í lagi með mig ennþá’. Og eftir myndatökuna kom hún auðvitað heim og hélt bókstaflega að hún væri Beyoncé.“

Þótt Dench sé illa við aldurinn hefur hún þó alltaf verið óhrædd við að fara nýjar leiðir og prófa eitthvað nýtt. Hún fékk sér til dæmis húðflúr í fyrsta sinn 81 árs gömul og lét þá flúra ‘Carpe Diem’ – Gríptu daginn – á úlnliðinn á sér.

- Auglýsing -

Blaðið er komið út og verður fáanlegt til niðurhals í rafrænu formi þann 7. maí.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -