Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Júlíus Geirmundsson kallaður aftur í land vegna Covid-19 – Óvissa um framtíð skipstjórans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS neyddist til að fara í land í síðustu viku vegna Covid-veikinda skipverja um borð. Um var að ræða skipverja sem veiktust af veirunni skæðu í hinum frægja Covid-túr togarans og fór út aftur eftir frítúr. Heimildir Mannlífs herma að skipverji hafi ekki verið búinn að ná sér betur en svo að viðkomandi hafi veikst illa í yfirstandandi túr og því hafi þurft að stefna skipunu aftur til Ísafjarðar.

Júlliinn fór i þennan túr rúmri viku og átti að vera úti sleitulaust fram á Þorláksmessu. Það gekk ekki eftir því Covid-veikindi urðu til þess að togarinnar fór í land á þriðjudaginn síðasta eftir því sem Mannlíf kemst næst. Skipverji,sem veiktist af Covid-19 í hinum fræga túr, fór nú út með skipinu en ekki leið á löngu þar til bakslag kom í veikindi viðkomandi. Heimildir Mannlífs herma að skipverjinn hafi verið á endanum orðið það veikur að snúa þurfti skipinu við til Ísafjarðar. Um var að ræða típísk Covid-19 eftirköst sem í ljós komu þegar skipverjarnir hófu vinnu um borð, sem sýnir hversu skæð veiran er því viðkomandi hafði tekið frítúr á milli til að reyna að jafna sig. Ljóst er að skipverjinn var þó kominn af því stigi að geta smitað aðra.

Bæði sjóprófum vegna covid-túrsins fræga og rannsókn lögreglu er lokið. Beðið er eftir niðurstöðu hvorutveggja en það voru stéttarfélög sem tóku sig saman og kærðu bæði útgerðina og Svein Geir Arnarsson skipstjóra til lögreglu.

Þá fljúga þær sögur nú hátt um Vestfirði að útgerðin, Hraðfrystihúsið Gunnvör, hafi tekið þá ákvörðun að senda Svein Geir Arnarsson, annan skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar, sem stýrði skipinu í áðurnefndum túr, aftur út með togarann snemma á nýju ári. Skipverjarnir hafa sjálfir risið upp gegn skipstjóranum þegar þeir sendu bréf á útgerðina og kröfðust afsagnar hans.

Valdimar Steinþórsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, vildi hvorki ræða sögusagnirnar um framtíð skipstjórans né þá staðreynd að skipinu hafi nýverið snúið aftur til bryggju við Mannlíf þegar eftir því var leitað. Hann sleit öllum samtölum tafarlaust með því að skella á. Það gerði Sveinn Geir, skipstjóri Júlíus Geirmundssonar, einnig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -