Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru víst gift

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alec Baldwin staðfestir orðróminn um leynilegt brúðkaup poppstjörnunnar.

Óstaðfestar fregnir af því að poppstjarnan Justin Bieber hafi kvænst fyrirsætunni Hailey Baldwin í laumi síðastliðinn fimmtudag hafa verið staðfestar. Það var enginn annar en föðurbróðir brúðarinnar, stórleikarinn Alec Baldwin, sem staðfesti þetta í viðtali á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudagskvöldið.

„Þau laumuðust bara í burtu og giftu sig,“ sagði leikarinn í stuttu spjalli við sjónvarpsfólk á rauða dreglinum. Hann sagðist reyndar bara hafa hitt Justin einu sinni en að hann og Hailey, bróðurdóttir hans, skiptust á sms-um annað slagið, og að hann vissi fyrir víst að fréttirnar af giftingu þeirra væru sannar.

People Magazine birti fyrstu fréttina af hjónavígslunni á föstudaginn, eftir að skötuhjúin sáust fara inn í dómshús þar sem giftingar fara fram. Síðan hafa fjölmiðlar dregið fréttina í efa, ekki síst eftir að Hailey tísti því á Twitter að hún væri ekki gift enn. Fyrirsætan eyddi síðan færslunni og vinur brúðhjónanna sagði í samtali við People Magazine að það sem Hailey hefði meint væri að borgaraleg hjónavígsla væri ekki brúðkaup. „Þau eru gift samkvæmt lögum,“ sagði heimildarmaðurinn. „En brúðkaup er þegar tvær manneskjur sverja eið fyrir framan Guð og fólkið sitt.“ Hann klikkti síðan út með því að Justin og Hailey ætluðu að halda veglegt kirkjubrúðkaup á næstunni til að vinir og fjölskylda gætu fagnað með þeim. Við bíðum spennt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -