Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Just­in Trudeau sakaður um spillingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanda hefur stigið fram og sakað Just­ins Trudeau um spillingu. Í kjölfarið hefur þess verið krafist að forsætisráðherrann, sem hefur almennt átt vinsældum að fagna, segi af sér.

Málið hófst með ákæru gegn kanadíska verktakafyrirtækinu SNC-Lavalin sem varð uppvíst að því að greiða embættismönnum í Líbíu nærri 50 milljónir kanadíska dollara í mútur til að tryggja sér verkefni í landinu. Þetta var á þeim tíma sem Muammar Gaddafi var við völd í Líbíu. Það kom í hlut Jody Wilson-Raybold, dómsmálaráðherra og saksóknara, að gefa út ákæru í málinu. SNC-Lavalin er með höfuðstöðvar í Quebec-fylki, þaðan sem Trudeau er og Frjálslyndi flokkur hans sækir mikið fylgi.

Wilson-Reybould tekur fram að hún telji ekki að Trudeau hafi brotið lög en að framferði skrifstofu hans hafi verið mjög óviðeigandi.

Beitti óeðlilegum þrýstingi
Wilson-Raybold hefur upplýst að Trudeau og starfslið hans hafi beitt hana miklum þrýstingi um að falla frá ákærunni og semja þess í stað við SNC-Lavalin um einhvers konar sektargreiðslur. Þessi þrýstingur hafi meðal annars birst í „duldum hótunum“ eins og Wilson-Reybould orðaði það. Þegar ljóst varð að hún myndi ekki láta undan þrýstingi hafi hún verið færð til í embætti og sett yfir málefni uppgjafarhermanna sem fáum dylst að hafi verið stöðulækkun fyrir hana. Wilson-Reybould tekur fram að hún telji ekki að Trudeau hafi brotið lög en að framferði skrifstofu hans hafi verið mjög óviðeigandi.

Lykilfólk gengur út
Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um lögbrot og segist einungis hafa verið að reyna að vernda störf kanadískra ríkisborgara. Hann segir lýsingar Wilson-Reybold ekki í samræmi við það sem fram fór og fullyrðir að starfslið hans hafi farið eftir lögum í einu og öllu. Það hefur þó lítið gert til að lægja öldurnar og í vikunni gekk Jane Philpott, einn nánasti bandamaður Trudeaus, úr ríkisstjórninni vegna málsins og bar því við að það væri siðferðisleg skylda hennar að gera svo. Það gerði einnig Gerald Butts, vinur Trudeaus til margra ára.

Nú eða í október
Af fjölmiðlaumræðu vestanhafs virðist spurningin nú einungis snúast um hvort Trudeau láti af embætti núna eða eftir kosningatap í október. Það veltur á því hvort og þá hversu margir ráðherrar og þingmenn úr flokki Trudeaus gangi úr skaftinu. Ef Trudeau heldur áfram mun SNC-Lavalin-málið fylgja honum inn í kosningabaráttuna. Staðan var nógu erfið fyrir þar sem kannanir undanfarinna vikna hafa bent til þess að töluvert vanti upp á að Frjálslyndi flokkur Trudeaus haldi meirihluta sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -