Uppi varð fótur og fit á samfélagsmiðlunum eftir að tónlistarkonan Bríet birti myndband af sér á TikTok. Myndbandið sýnir viðbrögð vina og fjölskyldu Bríetar eftir að hún klippti hárið stutt. Það eru viðbrögð kærastans sem vöktu hörð viðbrögð fólks.
Kærastinn, Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo og kærasti Bríetar bregst við með miklum undrunarsvip. „Heyrðu… guð minn góður! Neeeei, Bríet, ertu að grínast? Þú ert búin að vera að safna þessu svo lengi. Er ég núna bara með einhverri lesbíu?“
@brietbaby klippt og skorið
Í kjölfarið var myndbandinu deilt á Twitter þar sem Rubin var látinn finna til tevatnsins. Sigga segir til dæmis að þessi viðbrögð geri „menn óaðlagandi á núll einni“.
Þá tjáir sig einnig Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur. „Hvaða áhrif haldiði að þetta hafi á hinsegin unglinga sem þurfa að þola hatur og fordóma í skólanum eða eru jafnvel inni í skápnum?“ spyr hún.
Kona nokkur gerir sitt besta við að halda uppi vörnum fyrir Rubin og segir hann hafa verið að grínast. „Þetta er hvorki sexismi né hómófóbía. Þessi maður er 0 hómófóbískur. Hann er mjög augljóslega algjörlega að grínast! Finnst sturlað að fólk sé að gera sér mat úr þessu,“ segir konan.
Nokkrir svara konunni og finnst brandarinn ekki góður. „Og hver er brandarinn? Hvað er það sem er fyndið við þetta? Þetta er bara víst sexist og hómófóbískt,“´skrifar Ólöf nokkur.
Samtökin 78 koma sterkt inn í umræðuna og bendir á að hársídd hafi ekkert að gera með kynhneigð.
💇Hársídd hefur ekkert með kynhneigð að gera 💁 pic.twitter.com/k5e3UPCe02
— Samtökin ’78 (@samtokin78) November 2, 2021