Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Kæri forsætisráðherra. Þegar þú varst á okkar aldri, er þetta framtíðin sem þú vildir?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þegar þú varst á okkar aldri, 14 eða 15 ára, hvað langaði þig að gera þegar þú yrðir stór? Hvernig samfélag ímyndaðir þú þér að yrði í framtíðinni? Langaði þig líka að Ísland yrði fyrir alla?“

Þetta segir hópur barna á aldrinum 14 til 15 ára í Austurbæjarskóla í opnu bréfi Í Fréttablaðinu. Bréfið er stílað á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Bréfið er einfalt en afar beinskeytt. Þau eru afar ósátt við að Ísland sé ekki fyrir alla. Að vinum þeirra sé sparkað úr landi. Viljum við vera þjóð þar sem allir eru eins? Spyrja krakkarnir og bæta við:

„Hver ákvað að þau megi ekki eiga heima hérna?“

Þá segja þau að stjórnvöld séu að senda úr land krakka sem væru kannski bekkjarfélagar þeirra. Vinir þeirra. Og í tíð ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna hafa krakkarnir í Austurbæjarskóla misst vini sem hefur verið sparkað úr landi.

„Þið eruð að senda burt krakka sem eru þegar orðnir vinir okkar. Eins og Milina, Kemal, Samir, Aya, Leo, Ali, David og öll hin börnin sem hafa verið send úr landi. Af hverju eru þau ekki að skrifa þetta bréf?“ Þá spyrja Krakkarnir í Austurbæjarskóla þessarar einföldu spurningar:

„Kæri forsætisráðherra. Þegar þú varst á okkar aldri, er þetta framtíðin sem þú vildir?“

Hér má lesa bréfið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -