Covid stöðvaði AA fundi lækna eins og svo margt annað á Íslandi og í heiminum öllum. En nú er búið að opna fyrir AA fundi lækna og væntanlega allra annarra hópa sem sem vilja þiggja hjálp AA samtakanna með að eiga líf án áfengis eða annarra vímuefna.
Í tilkynningu um enduropnunina er kallað á lækna til að „mæta á fundi á nýjan leik sem verða haldnir á fimmtudagskvöldum á milli klukkan 20 og 21.“
Að sjálfsögðu eru „allir læknar velkomnir sem hafa löngun til að vera án áfengis eða annarra vímuefna,“ og því bætt við að „þetta eru sjálfshjálparfundir þar sem fólk deilir sinni reynslu, hlustar á aðra og nýtur góðrar samveru.“
Óskað er eftir því að enduropnunin á AA fundum lækna sé „látin berast og látið sjá ykkur.“
Án vafa hefur Covid sett strik í reikninginn hjá mörgum þeim sem glíma við fíkn í eiturlyfið áfengi og önnur vímuefni. En nú er hjálpin á nýjan leik til staðar fyrir hópa, hvort sem það eru læknar eða aðrar starfstéttir.
Allar upplýsingar um fundi AA samtakanna má finna á heimasíðu samtakanna, aa.is