Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Kaj í gallabuxum á leið á gosstöðvarnar í morgun: „Ég bara verð að sjá gosið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég lagði af stað frá Grindavík klukkan 5 í morgun. Veistu nokkuð hve langt er eftir?“ spyr pólverjinn Kaj Kapowski þegar blaðamaður Mannlífs ekur fram á hann skammt austan við Grindavík. Aðspurður segist hann vera á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum. Ég sagði honum að enn ætti hann eftir hátt í 15 kílómetra göngu um malbik, fjöll og hraun til að ná á áfangastað. Og svo annað eins til baka.

„Það er allt í lagi. Aðalatriðið er að ég komist á eldstöðvarnar. Ég verð bara að sjá gosið. Það gerist ekki nema einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Kaj upptendraður.

Kaj er eini gangandi vegfarandinn á leiðinni frá Grindavík að vegatálmanum skammt frá bænum Hrauni þaðan sem flestir göngumenn hafa lagt af stað á leiðinni á gösstöðvarnar. Um nóttina höfðu tugir göngumanna verið í háska á svæðinu á kringum Nátthaga og síðan á malbiki Suðurstrandarvegar þar sem fólk örmagnaðist í sannkölluðu slagviðri í nótt. Jan er í gallabuxum og ekki í vatnsheldum útivistarfatnaði. Aðspurður segist hann vera í innanundirbuxum líka. Kaj segist ekki hafa áhyggjur af því að ganga illa útbúinn um óbyggðir í svo vondu veðri.

„Ég er með nóg nesti með mér og get verið lengi á göngu. Verð ég nokkuð stöðvaður af lögreglunni?“ spyr hann áhyggjufullur.

Þegar hann er upplýstur um slæma veðurspá, gasmengun og að björgunarsveitir sé að leita þýskra göngumanna verður Kaj hugsi. Blaðamaður býður honum far til Reykjavíkur í því skyni að forða honum frá erfiðum aðstæðum. Hann hugsar sig um dágóða stund þar sem hann stendur á veginum. Svo horfir hann til fjalla og tekur ákvörðun. Hann þakkar gott boð.

„Nei, ég bara verð að sjá eldgosið.  Ég verð að gera tilraun,“ segir hann og gengur hægum skrefum áleiðis að því sem öllu skiptir þessa stundina. Pólverji í galllabuxum og með mal á bakinu með dálitlu nesti hefur ákveðið að storka örlögum sínum til að upplifa það sem aðeins býðst einu sinni. Yfir gönguleið hans sveimar þyrla í leit að týndu göngufólki.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -