Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kajakarnir 22 eyðilögðust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremur mánuðum eftir að snjóflóðin féllu á Flateyri í vetur hefur lítið gerst í þeim efnum að bæta tjónið. Reiði er meðal íbúa vegna slælegra vinnubragða þeirra er að málinu koma.

Hús sem talið var standa á öruggum stað í skjóli varnargarða varð fyrir öðru flóðinu. Björgunarsveitafólk gróf þar stúlku upp úr flóðinu og þótti mildi að ekki fór verr. Auk þessa ollu flóðin umtalsverðum skemmdum á munum, stórum sem smáum.

Eyðileggingin varð mikil. Fyrir utan að bátar þorpsbúa urðu allir fyrir tjóni eyðilögðust bílar, hús og margt fleira. Ljóst er af samtölum við fólk á Flateyri að eyðileggingin er mun meiri en ráða hafði mátt af fréttum eftir að flóðin féllu.

Skilningur þeirra Flateyringa sem Mannlíf hefur rætt við er að ráðherrar, þingmenn og yfirmenn Ísafjarðarbæjar hafi verið sammála um að allt tjón yrði bætt og ráðist í að tryggja betur öryggi íbúa þorpsins vegna þeirrar náttúruvár sem af snjóflóðum stafar.

Kajakarnir 22 eyðilögðust

„Það kom skýrsla frá aðgerðarhópi sem forsætisráðuneytið stofnaði vegna snjóflóðanna á Flateyri í byrjun mars. Þar kom fram að kanna ætti tjón sem skapast hefði af völdum snjóflóðanna. Ég kannast ekki við að talað hafi verið við nokkurn mann hér á Flateyri um þessi mál í framhaldi af skýrslunni,“ segir Sigurður J. Hafberg, ferðafrömuður á Flateyri.

- Auglýsing -

Sigurður rak elstu kajakaleigu landsins. Fyrirtæki hans, Grænhöfði ehf. fagnar 20 ára afmæli á árinu og hefur notið mikilla vinsælda allt frá stofnun enda þykir Önundarfjörður kjörinn fyrir kajakferðir.

„Fyrst eftir flóðin var bærinn í góðu sambandi við okkur hérna en nú virðumst við gleymd.“

„Ég var með bátana okkar í gámi við hafnarsvæðið. Nú er allt ónýtt, gámurinn og 22 bátar ásamt þeim búnaði sem fylgir svona útgerð. Ég á enga möguleika á að koma fyrirtækinu aftur af stað ef ekki fást neinar bætur fyrir það sem ónýtt varð. Það munar svo sannarlega um hvert starf eins og staðan er núna hérna í plássinu. Svo er ferðaþjónustan hérna eins og keðja þar sem hvert styður annað, ef hlekk vantar í verða bara eftir bútar af keðju,“ segir Sigurður.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Ljóst er að um margmilljóna tjón er að ræða enda búið að taka tvo áratugi að koma fyrirtækinu í þessa stærð. „Ég held því fram að þetta hafi verið elsta og virðulegasta kajakleiga landsins og því beri að varðveita hana,“ segir hann.

- Auglýsing -

Sigurður, eins og fleiri Flateyringar, furðar sig á hversu innihaldslaus loforð ráðamana eru. Hann segir vanmátt og reiði krauma meðal íbúa á Flateyri.

„Það stendur ekki steinn yfir steini í því sem sagt hefur verið og lofað. Ég sakna þess mjög að ekkert heyrist frá bæjaryfirvöldum á Ísafirði. Fyrst eftir flóðin var bærinn í góðu sambandi við okkur hérna en nú virðumst við gleymd.

Ég spyr líka, hvar er fiskvinnslan sem átti að opna hér um áramótin og Byggðastofnun lét hafa 400 tonna kvóta til að hefja vinnslu. Það eru nokkrar vikur síðan að áramótin voru og það bólar ekki neitt á neinu í þeim efnum,“ segir Sigurður.

Lestu úttektina í heild sinni í Mannlíf.

Texti / Guðmundur Sigurðsson
Myndir / Guðmundur Sigurðsson og Eyþór Jóvinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -