Ferðamenn í grennd við Kirkjufoss í Fljótsdal misstu áttir síðdegis í gær og sendu út hjálparbeiðni. Björgunarsveitirnar Hérað og Jökull kallaðar út. Þá var drónahópur frá Ísólfi á Seyðisfirði kallaður út vegna leitarinnar.
Fram kemur, að fólkið hafi haft samband við Neyðarlínu vegna þess að þeir voru orðin villt og köld.
Samkvæmt upplýsingum frá ferðamönnunum höfðu þeir gengið frá bóndabænum Egilsstöðum í Fljótsdal að Kirkjufossi. Þau höfðu verið á göngu í nokkra klukkutíma þegar þeir misstu áttir.
Fólkið fannst fljótlega á gönguleiðinni, ekki langt frá skálanum í Laugarfelli. Þeim var leiðbeint inn í Laugarfell og björgunarsveitir héldu heim á leið.