Blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson á mbl.is vandar ekki blaðamönnum Vísis né Ingu Sæland, formanns Flokk fólksins, kveðjurnar í stuttum pistli.
Þar segir meðal annars:
„Hvernig væri nú að þessir strákpjakkar á Vísi reyndu að vinna vinnuna sína og í stað þess að gerast hinn fullkomni krani ráðherrans í því að níða fólk úti í bæ að þá myndu þeir kanna og varpa ljósi á það í hverju illmælgin, lygarnar og árásirnar hafa falist?“
Bætir þessu við:
„Þær eru nefnilega bara til í höfðinu á forystufólki Flokks fólksins. Og þar hafa nýfengin völd, ráðherrastólar og -bílar augljóslega stigið þeim verulega til höfuðs. Árásir þeirra á öflugasta fjölmiðil landsins eru komnar út yfir allan þjófabálk.“
Stefán Einar segir að lokum að það sé „huggun í því að vita að Morgunblaðið mun eiga samfylgd með íslensku þjóðinni, löngu eftir að Flokkur fólksins verður lagður niður. Hvenær svo sem að það gerist.“