Í dag verður allhvöss norðaustanátt norðaustantil á landinu, en austan strekkingur eða allhvass vindur með norðurströndinni og á Vestfjörðum framan af degi. Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Hægari vindur í öðrum landshlutum, víða 5-10 m/s. Snjókoma eða slydda, jafvel talsverð, verður viðloðandi norðaustan- og austantil á landinu en um hádegi verður farið að rigna á láglendi. Úrkoman mun síðan fara eftir Norðurlandi og yfir Vestfirði í dag og kvöld.
Bjartviðri er víða sunnantil á landinu, en uppúr hádegi fer að þykkna með éljum. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig austantil, en annars vægt frost.
Á morgun verður hæg breytileg átt og talsverð él um landið sunnanvert en léttskýjað fyrir norðan. Heldur kólnandi.
Útlit er síðan fyrir hægviðri, él í flestum landshlutum og köldu veðri út vikuna.