Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kamilla var föst með ofbeldismanni: „Ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hef verið að heyra mikið undanfarið hvað ég er heimsk og vitlaus að hafa farið aftur til ofbeldismannsins míns. Það er ekki heimska og það er ekki vitlausa að fara aftur. Að slíta sig lausa frá svona manni er meira en að segja.“

Svo hefst færsla Kamillu Ívarsdóttur á Instagram sem hefur vakið gífurlega athygli. Kamilla verður í viðtali um hrikalega lífsreynslu sína í Kastljósi í kvöld. Þar sýnir Kamilla, sem varð 18 ára fyrr á þessu ári,  hræðilegar afleiðingar þess hrottalega ofbeldis sem hún varð fyrir.

Kamilla segist hafa verið þjökuð af meðvirkni. „Margir búnir að dæma mig, margir búnir að missa álit á mér fyrir það og fleira. Núna langar mér aðeins og segja ykkur hvað í alvörunni gerðist og hvernig það er að vera fastur með ofbeldismanni,“ segir Kamilla.

Umræddur ofbeldismaður var dæmdur í fangelsi fyrir að ráðast á hana niðri í bæ. Hann fékk einungis fimm mánaða dóm. „Hann losnaði út úr fangelsinu í mars, ég hafði 5 mánuði til þess að vinna úr meðvirkninni minni með hann, ég hafði 5 mánuði til þess að jafna mig á öllu sem hafði komið fyrir mig án þess að vera hrædd að labba út á götu, til þess að fara inní búðir og þurfa ekki að óttast það að sjá hann hvert sem ég færi. Hann fékk árs dóm fyrir nokkrar líkamsárásir gegn mér en losnaði út á 5 mánuðum vegna þess að hann var ekki orðinn 21 árs,“ lýsir Kamilla.

Hún segist ekki hafa verið tilbúin þegar hann losnaði úr fangelsinu. „Ég var alls ekki tilbúin þegar hann losnaði, hann var búinn að vera hafa mikið samband við mig þrátt fyrir að ég væri með nálgunarbann gegn honum, lögreglan vissi af því að hann væri að hafa samband við mig en eina sem hún gerði var að loka á númerið mitt í fangelsinu,“ segir Kamilla.

Hún óttaðist hvað myndi gerast ef hún myndi ekki hitta hann. „Þegar hann losnaði hitti ég hann strax, ekki því mig langaði til þess ég hitti hann vegna þess að ég var hrædd um hvað hann myndi gera ef ég myndi ekki hitta hann, hann var alltaf fórnalambið. Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu. Ég reyndi oft að fara frá honum og aftur heim til mín en þá réðst hann á mig og hótaði að drepa fjöldskylduna mína og mig, hann var með hníf upp við hálsinn á mér og útskýrði fyrir mér hvað hann ætlaði að gera við systkinin mín og foreldrana mína, auðvitað var ég hrædd,“ segir Kamilla.

- Auglýsing -

Hún lýsir svo skelfingunni sem tók við: „Ég var skíthrædd, ég öskurgrét úr hræðslu. Þessa nótt hafði ég samband við lögfræðinginn minn klukkan 3 um nótt og við fórum saman uppá spítala um morguninn þar sem ég var með áverka eftir að hann kyrti mig næstum til dauða og henti mér í jörðina þar sem ég missti meðvitund í smá tíma vegna þess að hausinn minn skall svo fast. Ég gat ekki beygt mig, ég gat ekki snúið líkamanum mínum og átti erfitt með að leggjast niður vegna þess að mér var svo illt í líkamanum.“

Nánar verður rætt við Kamillu í Kastljósi í kvöld.

View this post on Instagram

Hef verið að heyra mikið undanfarið hvað ég er heimsk og vitlaus að hafa farið aftur til ofbeldismannsins míns. Það er ekki heimska og það er ekki vitlausa að fara aftur. Að slíta sig lausa frá svona manni er meira en að segja. Margir búnir að dæma mig, margir búnir að missa álit á mér fyrir það og fleira. Núna langar mér aðeins og segja ykkur hvað í alvörunni gerðist og hvernig það er að vera fastur með ofbeldismanni. Hann losnaði út úr fangelsinu í mars, ég hafði 5 mánuði til þess að vinna úr meðvirkninni minni með hann, ég hafði 5 mánuði til þess að jafna mig á öllu sem hafði komið fyrir mig án þess að vera hrædd að labba út á götu, til þess að fara inní búðir og þurfa ekki að óttast það að sjá hann hvert sem ég færi. Hann fékk árs dóm fyrir nokkrar líkamsárásir gegn mér en losnaði út á 5 mánuðum vegna þess að hann var ekki orðinn 21 árs. Ég var alls ekki tilbúin þegar hann losnaði, hann var búinn að vera hafa mikið samband við mig þrátt fyrir að ég væri með nálgunarbann gegn honum, lögreglan vissi af því að hann væri að hafa samband við mig en eina sem hún gerði var að loka á númerið mitt í fangelsinu. Þegar hann losnaði hitti ég hann strax, ekki því mig langaði til þess ég hitti hann vegna þess að ég var hrædd um hvað hann myndi gera ef ég myndi ekki hitta hann, hann var alltaf fórnalambið. Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu. Ég reyndi oft að fara frá honum og aftur heim til mín en þá réðst hann á mig og hótaði að drepa fjöldskylduna mína og mig, hann var með hníf uppvið hálsinn á mér og útskýrði fyrir mér hvað hann ætlaði að gera við systkinin mín og foreldrana mína, auðvitað var ég hrædd. Ég var skíthrædd, ég öskurgrét úr hræðslu. Þessa nótt hafði ég samband við lögfræðinginn minn klukkan 3 um nótt og við fórum saman uppá spítala um morguninn þar sem ég var með áverka eftir að hann kyrti mig næstum til dauða og henti mér í jörðina þar sem ég missti meðvitund í smá tíma vegna þess að hausinn minn skall svo fast. Ég gat ekki beygt mig, ég gat ekki snúið líkamanum mínum og átti erfitt með að leggjast niður vegna þess að mér var svo illt í líkamanum.

A post shared by Kamilla Ívarsdóttir (@kamillaivars) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -