Laugardagur 14. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kanada annað landið til að lögleiða neyslu kannabisefna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kanada varð í nótt annað þjóðríkið, á eftir Úrúgvæ, til að lögleiða neyslu kannabisefna á landsvísu. Frá og með deginum í dag mega allir 18 og eldri bera á sér allt að 30 grömm af löglega keyptu maríjúana á almannafæri og eiga allt að fjórar kannabisplöntur á heimilum sínum.

Víða um land var þessum áfanga fagnað á götum úti, en kanadíska þingið samþykkti frumvarp um lögleiðinguna í júní. Einhver tími mun þó líða þar til kannabisvörur ná fullri útbreiðslu. Samkvæmt lögunum skulu efnin seld í sértækum verslunum og er salan háð vottunum og leyfum. Misjafnt er eftir fylkjum hvenær salan hefst. Til að mynda eru fyrstu verslanirnar teknar til starfa í Nova Scotia en í Ontario, þar sem Toronto er, hefst sala væntanlega með vorinu.

Allir fangar sem dæmdir höfðu verið fyrir vörslu kannabisefna undir 30 grömmum voru náðaðir í dag en eftir sem áður verður það refsivert að selja ungmennum kannabisefni. Enn verður ólöglegt að flytja kannabisefni til og frá landinu.

Úrúgvæ varð fyrsta þjóðríkið til að lögleiða sölu kannabisefna til neyslu árið 2013. Síðan þá hafa níu ríki Bandaríkjanna, auk District of Columbia, farið sömu leið. Löglegi kannabisiðnaðurinn í Bandaríkjunum velti 9 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra og vænta stjórnvöld í Kanada til þess að kannabissalan skili dágóðum tekjum í ríkissjóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -