Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kanadíski forsætisráðherrann líka hrifinn af flippuðum sokkum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sótti fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss eins og svo margir aðrir þjóðarleiðtogar.

Justin vakti ekki aðeins athygli fyrir mælsku sína og skoðanir heldur stálu litríkir og flippaðir sokkar hans algjörlega senunni.

Forsætisráðherrann settist niður með Nóbelsverðlaunahafanum Malölu Yousafzai og sáu þá glöggir gestir fundarins glitta í fjólubláa sokka með gulum öndum á.

Eins og við Íslendingar vitum er Justin ekki eini þjóðarleiðtoginn sem er hrifinn af því að klæðast litríkum sokkum. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, hefur nefnilega oft og mörgum sinnum vakið athygli á ýmsum viðburðum þar sem hann klæðist flippuðum sokkum við hefðbundin jakkaföt. Ætli þeir Justin hafi borið saman bækur sínar?

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -