Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Kannski ég endi sem eltihrellir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sköp er heiti á nýrri hreyfimyndaseríu þar sem kynjaklisjur í kvikmyndum eru krufnar til mergjar.

Fyrsti þáttur seríunnar, Man Pain eða Karl-angist, fjalli þannig um hina þjáðu karlhetju í hasarmyndum, klisju sem gangi út það að hetjan glímir við djúpstæðan innri sársauka í kjölfar ástvinamissis og hvernig hún tekst á við hann með því að leita hefnda.

Fyrirtækið Freyja Filmwork hefur hafið framleiðslu á nýrri vefseríu sem kallast Sköp, en þær snúast um persónurnar Big Dogg og Thormeister sem hefur tilhneigingu til þess að birtast upp úr þurru í lífi Big Daggar og útskýra fyrir henni kynjaklisjur í kvikmyndum. Höfundar þáttanna eru Dögg Mósesdóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir sem byggja persónurnar á sjálfum sér. „Í stuttu máli sagt erum að taka fyrir kynjaðar staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Þórey í samtali við Mannlíf. „Beina sjónum að hverri steríótýpunni á fætur annarri, einfaldlega í þeim tilgangi að afhjúpa ruglið sem viðgengst í þáttum og bíómyndum.“

Þórey segir að fyrsti þáttur seríunnar, Man Pain eða Karl-angist, fjalli þannig um hina þjáðu karlhetju í hasarmyndum, klisju sem gangi út það að hetjan glímir við djúpstæðan innri sársauka í kjölfar ástvinamissis og hvernig hún tekst á við hann með því að leita hefnda.

„Þetta er algengt þema í hasarmyndum þar sem sársaukinn er bæði hvatinn að ferðalagi hetjunnar og um leið notaður til að réttlæta gríðarlega ofbeldisfulla hegðun hennar. Við sjáum þetta t.d. í annarri hverri Bruce Willis-mynd. Í fyrsta þættinum fjöllum við um þessa týpu og í næstu þáttum verða svo aðrar týpur sýndar í spaugilegu ljósi.“

„Í stuttu máli sagt erum að taka fyrir kynjaðar staðalímyndir í kvikmyndum … einfaldlega í þeim tilgangi að afhjúpa ruglið sem viðgengst í þáttum og bíómyndum.“

Spurð hvernig hugmyndin að seríunni hafi kviknað segist Þórey vera búin að velta kynjaklisjum í kvikmyndum fyrir sér lengi. „Og ég er langt frá því að vera ein um það. Til eru heilu rannsóknirnar og vefsíðurnar sem eru helgaðar þessu viðfangsefni. Þar sem staðalímyndum af þessu tagi er velt upp og þeim gefin heiti.

Þegar ég fór að ræða þetta við Dögg varð hún mjög áhugasöm þar sem hún kannaðist sjálf ekki við öll hugtökin og það varð til þess að við ákváðum að gera seríu byggða á okkur sjálfum, þ.e. þar sem hún spyr ýmissa spurninga og ég svara. Ég er s.s. hálfgert uppflettirit í þáttunum og verð í framrás þeirra svo uppáþrengjandi að ég birtist meira að segja heima hjá henni að nóttu til. Þannig að hver veit, kannski ég endi sem eltihrellir í anda Single White Female, með vísan í aðra klisju,“ segir Þórey og hlær.

 Heilandi að fjalla um erfiða hluti

- Auglýsing -
Þórey Mjallhvít og Dögg Mosesdottir.

Þórey og Dögg hafa unnið saman að kvikmyndaverkefnum um nokkurt skeið og stofnuðu ásamt tveimur öðrum Freyju Filmwork fyrir nokkrum árum, fyrirtæki sem hefur það yfirlýsta markmið að jafna hlut kynjanna bæði fyrir framan og aftan myndavélina. „Sem þýðir að við ráðum konur í alls konar störf tengd framleiðslunni og reynum að storka alls konar kynjuðum steríótýpum í okkar handritaskrifum,“ útskýrir Þórey.

Hún segir að serían Sköp sé ekki eina verkefnið í þeim anda sem fyrirtækið er nú með í vinnslu. „Við erum t.d. að þróa handrit að þáttum sem kallast Gelgjur og fjallar um stelpur í bæ úti á landi sem taka þátt í tónlistarkeppni. Sagan er lauslega byggð á okkur sjálfum þar sem önnur persónan er utan af landi, eins og Dögg, og hin persónan missir móður sína ung að aldri, rétt eins og ég, og flytur í sveitina og lendir þar upp á kant við allt og alla. Þetta er ekki alveg okkar saga en hún er samt svolítið sjálfsævisöguleg.“

Aðspurð hvort það sé ekki erfitt að fjalla um svona persónulega hluti segir Þórey að vissulega geti reynt á að skrifa um erfiða reynslu. „Auðvitað getur það verið sárt en það getur líka verið heilandi. Gefið manni ákveðna úrlausn ef svo má segja,“ lýsir hún. „Ég vill samt taka skýrt fram að Gelgjur er ekki dramatísk sería. Þvert á móti er stefnan að hafa hana fyndna. Enda er húmor eitt besta tæki sem völ er á til að koma ádeilu eða alvarlegum skilaboðum á framfæri. Við erum svolítið að fara þá leið, bæði í Gelgjum og Sköpum.“

- Auglýsing -

Fyrsta þáttinn af Sköpum er hægt að nálgast á patreon.com, en þar stendur yfir hópfjármögnun fyrir þættina.

Aðalmynd / Kristinn Magnússon

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -