Sigurvegari síðustu kosninga, Framsóknarflokkurinn, fær fjögur ráðuneyti: heilbrigðisráðuneyti; innviðaráðuneyti og glænýtt ferða- og menningarmálaráðuneyti; einnig skólamálaráðuneyti.
Eins og við mátti búast mun VG halda forsætisráðuneytinu og VG fær félagsmálaráðuneytið sem og og matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið.
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, kemur til með að stýra flestum ráðuneytum í nýrri ríkistjórn; flokkurinn fær fimm ráðuneyti sem og forseta Alþingsis.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur fjármálaráðuneytinu sem og utanríkisráðuneytinu; einnig dómsmálaráðuneytinu – sem mun fá nýtt nafn, innanríkisráðuneytið.
Einnig munu Sjallar fá splunkunýtt ráðuneyti; nýsköpunar-, umhverfis- og loftlagsmálaráðuneytið: Líka orku-, umhverfis- og loftlagsmálaráðuneyti.
Eins og Mannlíf greindi frá í gær þá hafa flokkarnir þrír fundað og samþykkt nýja ríkisstjórnarsáttmálann.