Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kapphlaup um prentvél Fréttablaðsins: Mogginn vill ná einokunarstöðu á blaðamarkaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skiptafundur vegna þrotabús Torgs ehf, útgefanda Fréttablaðsins, var haldinn í dag. Fáir voru mættir á fundinn eða sex manns fyrir utan Óskar Sigurðsson skiptastjóra. Hann upplýsti að tveir aðilar hefðu gert tilboð í prentvél Fréttablaðsins sem hefur verið rekin í samstarfi við Ísafoldarprentsmiðju. Annar þeirra sem býður í prentvélina er Landsprent, dótturfyrirtæki Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins. Ísafoldarprentsmiðja er hinn aðilinn sem býður í vélina. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri er aðaleigandi prentsmiðjunnar.

Morgunblaðið vill ná enn frekari einokunarstöðu.

Augljóst þykir að með því að bjóða í prentvélina séu eigendur Morgunblaðsins að drepa af sér mögulega samkeppni og ná einokunarstöðu á blaðamarkaði. Heimildir Mannlífs herma að tilboð Morgunblaðsmanna sé ívið hærra. Óttast þeir sem aðhyllast frjálsa samkeppni að auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur, aðaleiganda Árvakurs og félögum hennar, takist ætlunarverk sitt. Talsverð verðmæti fylgja prentvélinni svo sem dagblaðapappír og prentvörur.

Það skýrist á næstu vikum hver örlög prentvélarinnar verða og hvernig samkeppnisstöðu á blaðamarkaði verður þá háttað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -