Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kara Kristel sýnir brjóstið og ávarpar þjóðina: „Kemur okkur öllum við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum við,“ segir áhrifavaldurinn Kara Kristel í samtali við Mannlíf. Hún er ein af þeim sem voru ranglega greindar í leghálsskimun Krabbameinsfélags Íslands. Á tveimur árum fór hún tvisvar. Hana grunaði að eitthvað amaði að en það var ekki fyrr en ári síðar að símtalið kom. Þá hafði sýni Köru verið endurskoðað eftir að ung kona lést úr leghálskrabbameini. Kara opnaði sig um reynslu sína á Instagram og sagði:

„Seinasta sumar lést ung kona vegna þeirra mistaka og í kjölfarið hófst rannsóknarferli. Ég var kölluð inn strax og í forgangsröð vegna aðstæðna. Niðurstöður komu hratt og voru ekki beint fallegar og lofuðu alls ekki góðu.“ Kara tjáði sig einnig við Morgunblaðið og þar er haft eftir henni:

„Þetta eru ekki skemmti­leg­ustu frétt­ir heims­ins. Ég var ekki leið eða reið, þetta kom mér eig­in­lega ekki á óvart vegna þess að ég þekki lík­amann minn mjög vel og ég fann að það var eitt­hvað að.“

Kara á að mæta aftur í skoðun eftir nokkrar vikur eða í mars. Í samtali við vef mbl.is segir hún að þetta séu mannleg mistök en grafalvarlegt. Hún bætir við að eftir að mistökin komu í ljós hafi Krabbameinsfélagið sýnt fagmennsku í verki.

Aðspurð hvort hún hafi fengið mikil viðbrögð eftir að hafa opnað sig á Instagram, segir Kara í samtali við Mannlíf hafa borist fjölda einkaskilaboða sem hafi svipaða sögu að segja: „ … sem hafa lent í þessu líka á einn eða annan hátt.“

Líkt og kemur fram hér að ofan opnaði Kara Kristel sig á Instagram. Þar gagnrýnir hún að biðtími vegna greiningar hafi margfaldast á síðustu vikum. Kara birtir einnig þessi mikilvægu skilaboð til kvenna og í raun allrar þjóðarinnar:

- Auglýsing -

„Eftir nokkrar vikur ætti ég að fara aftur. Árið er 2021, og konur eru skítugar ef þær sofa hjá mörgum, nipplur kvenna eru bannaðar á samfélagsmiðlum, og það er sjúkt að hugsa til þess að kona hafi þurft að láta lífið til þess að greiningarferlið yrði rannsakað,“ segir Kara Kristel og endar pistilinn á þessum orðum:

„Hvernig er þetta system að gera grunn að betri framtíð fyrir konur framtíðarinnar? Hversu margar konur þurfa deyja? Vera með brotna sjálfsmynd eða brotið sjálfstraust? Kveðja pissed off Ka.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kara Kristel (@karakristel)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -