Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Karen nýtti Covid-pásuna í að búa til barn: „Fegin að hafa fengið gleðisprengju í líf mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miðjumaðurinn og lykilmaður í landsliði kvenna í handbolta um árabil, Karen Knútsdóttir er afmælisbarn dagsins en hún á 32 ára afmæli í dag.

Þessi harðduglega kona er einn mikilvægasti leikmaður Fram í íslenska handboltanum og fyrirliði kvennalandsliðsins en árið 2020 eignaðist hún sitt fyrsta barn ásamt manni sínum, Þorgrími Smára Ólafssyni, dótturina Hörpu.

Í viðtali við Vísi árið 2020 sagði Karen að árið hefði verið erfitt fyrir handknattleiksfólk vegna Covid-19 farsóttarinnar. Sagðist hún þó ánægð að hafa geta nýtt sér tímann í Covid-pásum í að eignast nýjan fjölskyldumeðlim.

„Ég er mjög fegin að hafa nýtt þessa Covid-pásu í að hugsa um eitthvað annað og nýta tímann í að eignast barn.“

Árið hafði verið ansi erfitt að hennar sögn.

„Þetta er rosalega erfitt og voðalega þungt. Þetta er búið að vera leiðinlegt ár og þess vegna er ég fegin að hafa fengið gleðisprengju í líf mitt,“ sagði Karen.

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Kareni innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -