Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hljóp á sig í morgun þegar hann var í útvarpsviðtali. Þar fullyrti hann að í gær hefðu 75 manns greinst með kórónuveiruna. Síðar kom í ljós að forstjórinn hafði rangt fyrir sér.
Vaninn er að fulltrúar almannavarnateymisins gefi út smittölurnar fyrir hádegi en Kári gat greinilega ekki setið á sér á Sprengisandi í morgun. Vandinn er sá að hann var augljóslega ekki með rétta tölur í farteskinu.
Morgunblaðið birti fljótlega frétt upp úr viðtalinu þar sem hin ranga smittala, 75 smitaðir, var tilgreind í fyrirsögn. Eftir að hinar opinberu tölur höfðu verið gefnar út á covid.is fór Vísir fram með frétt þar sem talan lækkaði niður í 60 smitaða.
Morgunblaðið uppfærði síðar fréttina sína í samræmi við opinberar tölur. Í útvarpsviðtalinu sagði Kári einnig að tölurnar gefi til kynna að faraldurinn sé mögulega í rénum. Alls greindust 60 ný kórónuveirusmit innanlands í gær. Af þeim fjölda voru 46 í sóttkví og 24 utan sóttkvíar. Enn liggja þrír á gjörgæslu en samtals eru 25 manns sem liggja á spítala með Covid-19.
Uppfært kl. 14:45
Kári hafði samband við Mannlíf og benti á að hann hefði stuðst við tölur frá Landspítalanum en þar hafi verið gerð þau mistök að sendar voru uppsafnaðar tölur fyrir síðustu tvo daga.